20.4.2012 | 02:43
Leiðréttingar er þörf
Það eru ekki bara ólöglegu myntkörfulánin sem hafa verið dæmd ólögleg sem eru ósanngjörn.
Núna eru það verðtryggðu lánin sem eru að gera fullt af fólki eignalaust.
Þetta er ekki sanngjarnt að fá laun í venjulegri krónu þegar lánin okkar eru í verðtryggðri krónu.
Þetta er sama vandamálið og við myntkörfulánin, maður þarf að hafa laun í sama gjaldmiðli og skuldirnar eru.
Verðtryggð króna er ekki sami gjaldmiðill og launakróna.
Þessu þarf að breyta strax!
Skuldir heimila aukast stöðugt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sannarlega skrifa ég hálfsofandi,þssu þarf að snúa,gegur ekki lengur.
Helga Kristjánsdóttir, 20.4.2012 kl. 03:42
Já þessu þarf að breyta starx. Algjörelga sammála ykkur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2012 kl. 11:17
Í nýlegri umsögn Hagsmunasamtaka heimilanna um þingsályktunartillögu um niðurfærslu fasteignalána og afnám verðtryggingar, er lýst fjórum mismunandi leiðum til þess að leiðrétta fasteignaveðlánin að sannvirði, og útskýrt hvernig eigi að fjármagna þær: http://www.althingi.is/dba-bin/erindi.pl?ltg=140&mnr=580
Í stuttu máli þá skulda bankarnir okkur á fjórða hundrað milljarða ríkisábyrðgargjald, sem má skuldajafna gegn kostnaði við niðurfærsluna, og nota restina til að endurfjármagna Íbúðalánasjóð og loka fjárlagagatinu. Þetta eru ekki draumórar, útreikningarnir fylgja með umsögninni.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.4.2012 kl. 18:45
Hvað með íbúðalánasjóð? Ég er ein af þeim sem ákvað að hætta að greiða af láninu fyrir löngu síðan, en tók mig á og gerði samkomulag við sjóðinn, í því fólst að mér var gert að greiða yfir 100.000. kall á mánuði. og var svona nokkurn veginn í skilum. 1. mars fæ ég svo bréf frá sýslumanni um nauðungarsölu á húsinu mínu vegna íbúðalánasjóðs. Ég hringdi þá strax í sjóðinn og spurði hvers vegna væri verið að setja mig á nauðungarsölu þegar ég væri að borga af láninu. Þeir sögðu mér þá að það væri búið að afturkalla nauðungarsöluna.
Ókey svo núna þann 16. apríl fær ég svo tilkynningu um nauðungarsölu aftur frá þessum sama íbúðalánasjóði. Og ég hringi aftur og vill fá svör af hverju er haldið áfram með málið, þar sem þeir höfðu sagt mér að gjörðin hefði verið afturkölluð. Jú þeim vafðist tunga um tönn, en sögðu mér að sennilega "hefði sýslumaður ekki fengið afturköllunina". Ég var ekki par ánægð með þetta svar, svo ég fór í morgun til sýslumannsi og sagði fulltrúa hans farir mína ekki sléttar. Þá kom í ljós að nákvæmlega í morgun fengu þeir bréfið frá Íbúðalánasjóðnum um afturköllun. En fulltrúin sagði mér að venjan í svona málum væri að stofnanir biðu eftir það fá staðfestingu á sendingum. Í millitíðinni er búið að auglýsa þetta uppboð í lögbirgarblaðinu um uppboð á húsinu mínu, það er búið að setja mig á vanskilaskrá. Og ég er bara að hugsa, menn eru að fá bætur fyrir ummæli á netinu um mannorðhnekki, en þarna verður þetta sambandsleysi stofnana til þess að niðurlægja mig og mikill mannorðshnekkir birt í lögbirtingarblaðinu og sett á vanskilaská. Hvar er minn réttur í því? Hvað er eiginlega hægt að niðurlægjs fólk af hinu opinbera án þess að það geti borið hönd fyrir höfuð sitt. Hvar er minn réttur í þessu máli?
Málið er að skuld mín í upphafi var skuldabréf upp á 941.000 og annað skuldabréf upp á 1.014.000. staðan í dag er 5.654.403 milljónir, segi og skrifa. Og mér er gert, eftirlauna þega að greiða yfir 100.000.- á mánuði. Sem er bara tímaspursmál hve lengi ég get staðið undir, því þetta er að eyða upp öllu sem ég á. Er ekki eitthvað að þarna?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2012 kl. 20:12
Jú það er eitthvað alvarlegt að, verðtryggingin er að gera alla húsnæðiseigendur öreiga. Eftir fáein ár á engin neitt... Nema náttúrulega fjármagnseigendurnir sem meiga ekki tapa krónu, þá verður allt vitlaust...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.4.2012 kl. 02:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.