Hvað gera bændur nú?

Samkvæmt því sem ég hef lesið um þetta nýja blað, er það til stuðnings inngöngu okkar Íslendinga í ESB.

Ég held að það sé staðreynd að yfir 60% þjóðarinnar sé á móti inngöngu í þetta samband.

Það er staðreynd að flestir bændur sem eru með lítil eða meðalstór bú fái borgað fyrir að leggja búin niður, og þeir sem eru með stór bú fái styrki til að stækka búin og verksmiðjuvæða þau.

Þannig var það allavega í Finnlandi þegar þeir gengu í ESB, flestir smábændur sáu hag sínum best borgið við það að leggja búin niður og fá styrki frá ESB til þess.

Svo lifa þeir á hverju?   Fá borgað fyrir að gera ekki neitt?  Hvaða tilgangi þjónar það?  Búa til fleiri atvinnuleysingja? 

Maður spyr sig...


mbl.is Nýtt blað um áhrif aðildar að ESB á landbúnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

HVernig stendur á því að þetta ofurbandalag fær að hafa sinn grímulausa áróður hér á öllum sviðum.  Stangast þetta ekki á við stjórnarskrá?  Bara spyr.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.5.2012 kl. 08:58

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Því miður,meðan við erum hvert í sínu horni,notum ekki samtakamáttinn,mallar þetta svona. Stelpur niður á völl með gítara og önnur hljómtæki,ekki eru allir spilarar með Jóhönnustjórn.

Helga Kristjánsdóttir, 21.5.2012 kl. 18:10

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm það er bara svo anskoti langt fyrir mig að fara....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.5.2012 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband