Í þessu framboði er greinilegt að ekki skortir fjármagn

Ég hef verið að fylgjast með forsetaframbjóðendunum, og auglýsingum fyrir framboðin þeirra.

Það er greinilegt að framboð Þóru er að kaupa auglýsingar í sjónvarpi, heilsíður í blöðum og á strætóskýlum. 

Það væri gaman að sjá hverjir eru að styrkja framboðin, Herdís Þorgeirsdóttir er að vísu með sitt bókhald opið, en ég hef ekki séð þær tölur ennþá.. 

 Kosningabaráttan snýst ekki um málefni, heldur hver er uppáhaldsframbjóðandi fjölmiðlanna? 

Það er engin spurning í mínum huga að fjölmiðlamenn, Já Íslandmenn/konur og Samfylkingarmenn/konur eru uppistaðan í stuðningsmannaliði Þóruframboðsins...

Ég tek það fram að ég er ennþá óákveðin, ég mun gera upp hug minn daginn fyrir forsetakosningarnar.


mbl.is „Við sameinumst um Þóru“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er ekki eitthvað minnst á nýja tíma, heiðarleika og svoleiðis í þessu framboði? Eða eru það bara innantóm orð?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.6.2012 kl. 09:11

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það dúkkar öðru hvoru upp gamalt,sem skiptir ekki máli,menn eru almennt komnir með sinn candidat.

Helga Kristjánsdóttir, 22.6.2012 kl. 16:56

3 Smámynd: Benedikta E

Ekki vefst það fyrir mér hvern ég kýs - ég kýs eins og ungafólkið kýs gömlu brýnin þau reynast best X-Ó 2012

Benedikta E, 23.6.2012 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband