Er fréttablað stjórnarinnar ekki að koma boðskapinum til skila?

Er fréttablaðið hætt að taka við lofgreinum frá Steingrími allsherjarráðherra? 

 Jóhanna hefur líka verið "iðin við skriftir" eða einhver hefur skrifað greinar í hennar nafni í Fréttablaðið, ég hef oft séð greinar eftir þau bæði í málgagninu þeirra. 

Varla trúir fólk því sem þau skötuhjú, eða málpípur þeirra skrifa í blaðið um eindæma árangur þeirra? 

Ég er ekki að upplifa þessa hagsveiflu, og uppgang sem þau tala um. 

Ég er heldur ekki að skilja hvað mikla árangri þessi ríkisstjórn þykist hafa skilað, ekki er ég og mínir að upplifa þennan uppgang, enda er ég láglaunamanneskja. 

Lánin mín hækka í hverjum mánuði, launin gera það ekki. 

Innkaupin eru dýrari í hverjum mánuði, þannig að ég get keypt minna og minna... 

Árangur þessarar stjórnar er kannski sá að ekkert uppgjör hefur farið fram á hruninu og engar lagabreytingar hafa verið gerðar til að fyrirbyggja næsta hrun..

Og við skuldum miklu meira í dag en við gerðum við hrunið....


mbl.is VG hefur áhyggjur af fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er laukrétt Jóna min Kolbrún. Hvernig er með þetta fólk þarna,það hamast af fullkominni heift gegn þjóðinni í öllum málum. Nú þykist allsherjargoðinn vera að semja um Makríl,svei,við erum í fullum rétti að veiða hann,enda sækir hann upp í fjöru,étandi allt kvikt. Við gefum ekkert eftir.

Helga Kristjánsdóttir, 13.7.2012 kl. 04:03

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Endurreisn fjármálakerfisins varð það á kostnað Þjóðarinnar og fær hann mikið lof fyrir það á erlendri grund....

Þessa endurreisn verður að skoða betur því eins og þú segir Jóna Kolbrún þá hefur hún sett okkur Íslendinga í miklu miklu verri stöðu, og fyrir utan það þá vil ég meina að umboðslaus fyrir þeirri vinnu hefur hann verið alveg frá upphafi...

Ég held að flestir Íslendingar verði varir um loforð þau sem hugsanlega koma frá þessum flokki fyrir næstu kosningar og spurningin frekar hvort Steingrímur sé ekki búinn að sjá til þess með þessari aðferðarfræði sinni að VG sem flokkur sé búinn að vera...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.7.2012 kl. 08:41

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að flestir Íslendingar verði varir um loforð þau sem hugsanlega koma frá þessum flokki fyrir næstu kosningar og spurningin frekar hvort Steingrímur sé ekki búinn að sjá til þess með þessari aðferðarfræði sinni að VG sem flokkur sé búinn að vera...

Þetta tek ég undir Ingibjörg Guðrún, sem og pistil Jónu Kolbrúnar. .

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.7.2012 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband