5.1.2013 | 03:04
Ábyggilega svipað fylgi á Íslandi
Ég hef trú á því að Íslendingar hafi svipaða skoðun á reykingum á heimilum og Norðmenn.
Það yrði samþykkt með miklum meirihluta að hafa heimili þar sem börn eru reyklaus.
Ég væri alveg til í að sjá öll heimili reyklaus, en það er kannski ekki mikið að marka mig í dag.
Ég er búin að vera reyklaus í rúmlega 3 og hálft ár, og er mjög á móti reykingum á almannafæri og í bílum.
Samt var ég þannig að ég reykti yfir mínum börnum bæði heima og í bílnum.
Ég hætti því samt mörgum árum áður en ég hætti að reykja, ég reykti utandyra allavega síðustu 8 árin...
Vilja banna reykingar á heimilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er svokallaður party-reykjari,eða þar sem fólk kemur saman og hópar sig utan dyra til að reykja. Mér dettur ekki sigaretta í hug þess á milli,en vindlar eru góðir með rauðvíni,þótt lítið sé af því hér,er jafnan boðið upp á slíkt í matarboðum. Já Gleðilegt ár Jóna Kolbrún,þakka öll 4 árin í andófinu!!
Helga Kristjánsdóttir, 5.1.2013 kl. 03:21
Hætti að reykja fyrir nær 30 árum. Það er dýrðlegt að vera laus við þann fjanda. Er reyndar alveg sammála því að fólk sé ekki að reykja innandyra, sérstaklega ekki þar sem börn eru. En bönn eru ekki beint mín Ella, frekar áróður fyrir því að fólk láti vera.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2013 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.