Hvar var tunglið í kvöld?

Ég fór í góðan göngutúr með hundinn minn, hann Úlf í kvöld.  Það var alveg yndislegt veður logn og alveg stjörnubjart, en á göngu minni saknaði ég tunglsins.  Ég er vön að skoða það  og stjörnurnar á gönguferðum okkar, en í kvöld var ekkert tungl á himni?  Er ég að missa af einhverju, á ekki tunglið að sjást alltaf þegar léttskýjað er, og stjörnubjart.  Að vísu hefur tunglið verið sjáanlegt á daginn líka en hvað er í gangi.  Er eitthvað sérstakt sem veldur því að við sjáum það ekki í kvöld, eða er ég alveg úti að akaWoundering   Ein undrandi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband