15.12.2007 | 03:05
Þjófavarnir á tækniöld.
Ég skrapp inn í Kringlu með systur minni og keypti tvær jólagjafir, sem er ekki í frásögur færandi. Í fyrstu búðinni keypti ég gjöf handa pabba mínum. Svo var gengið á milli búða og systir mín keypti nokkrar gjafir líka. Þegar ég og systa komum við í sömu búðinni og ég keypti gjöfina handa pabba pípti í hliðinu!!! píp píp á leiðinni inn í búðina sem betur fer, og það pípti ekki í mínum pokum, bara hennar. Þegar málið var athugað var ein flíkin sem hún keypti í 17 ennþá með þjófavörninni á, ekki pípti í hliðinu á 17 þegar við fórum út úr henni og ekki heldur þegar við komum aftur til að láta fjarlægja þjófavörnina!! Er þetta í lagi???Þegar ég kom heim og ætlaði að pakka in gjöfinni til pabba sá ég að þjófavörnin var ennþá hangandi á flíkinni sem ég keypti!!! Ég verð að fara aftur í Kringluna á morgun og láta fjarlægja þjófavörnina góðu!!?? Sem greinilega er ekki að skila sínu hlutverki, að pípa þegar farið er í gegn um hliðin á búðinni.!! Ein frekar pirruð
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
.Þetta er óþolandi Passaðu að vera með nótu. Ég sem ætlaði að fara að leita að barnum þínum og fá mér öllara. Fór baraí náttkjólinn í staðinn
Hólmdís Hjartardóttir, 15.12.2007 kl. 03:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.