13.2.2008 | 01:48
Þá er sumarfríið skipulagt
Ég var að kaupa mér ferð til Finnlands, ég tek mér lengsta sumarfrí sem ég hef farið í. Heilir 11 dagar, vá!! Brottfarardagur er 21 júlí og heimkoma er 1 ágúst. Ég er svo heppin að eiga vini í Finnlandi þannig að ég þarf ekki að borga fyrir gistingu, bara flugmiðana. Flugmiðarnir kostuðu innan við 30.000 kr, sem er svipað verð og ég greiddi fyrir þá í fyrra. Í fyrra fór ég í siglingu frá Helsinki til Tallin í Lettlandi og var það frábær ferð, sérstaklega siglingin og fólkið í skipinu, barirnir spilavítið og svefnklefinn. Svo var náttúrulega ágætt í Tallin ég keypti mér ódýran krystal 6 glös og könnu á 19 evrur, og ég kom með það óbrotið til Íslands. Ég hugsa að ég fari aftur til Tallin í sumar, það kostaði bara 47 evrur að sigla fram og tilbaka og gisting um borð í ferjunni eina nótt. Ég hlakka til að komast í frí.
Ein ferðaglöð
Athugasemdir
onei, hvað ég öfunda þig.Ég hef alltaf séð Finnland fyrir mér sem eitthvað sumarland með vötnum og bryggjum (átti finnska vinkonu sem eyddi sumrunum sínum á svona sveitastöðum í Finnlandi - líklega þaðan sem ég hef hugmyndina). Ég vildi sko gjarnan fara til Finnlands, til að vera með Finnum í gleði og sumarhúsum, ekki endilega til að vera í Helsinki, en o my god, ég vildi sko vera með á þessu skipi!!! Vantar þig barnapíu?? (fyrir þig sko!)
Lilja G. Bolladóttir, 13.2.2008 kl. 02:21
hehe Vinur minn sem ég bý hjá, býr í sumarbústað við vatn og þar er farið í alvöru sauna á hverjum degi, svo er vinkona mín hún á jörð ekki langt frá Seinäjoki þar er líka farið í alvöru sauna á hverjum degi...alveg frábært
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.2.2008 kl. 02:31
Innlitskvitt og góðar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.2.2008 kl. 01:09
Æði hef ekki enn komið til Finnalands á það eftir já það er sko næs að skreppa svona til útlanda og ekki dýr ferð sem er bara plús
Brynja skordal, 14.2.2008 kl. 01:31
Finnland er æðislegt land, ég er búin að dunda mér við að læra finnsku í 7 ár og tala finnskuna ágætlega í dag, þetta er kannski sjöunda eða áttunda ferðin mín til Finnlands, það eina sem mér líkar illa við Finnland eru moskítóflugurnar og hinar sem heita Paarma, þær rispa húðina sem er mjóg sárt og lepja blóðið
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.2.2008 kl. 01:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.