Tannlæknamafían/Tryggingarstofnunarmafían

Tannlæknar og tryggingastofnun eiga vonandi í samræðum, á meðan ekki er samið við tannlækna þurfum við almenningurinn að borga mismuninn.  Tryggingastofnun hefur viðmiðunartaxta sem hún borgar eftir fyrir börnin okkar, sá taxti er í engu samræmi við reikninga tannlæknanna.  Ég á að fá borgað til baka 75% af tannlæknakosnaði barnanna minna en fæ bara u.m.þ.b 30% endurgreiðslu.  Þetta er ekki til bóta fyrir láglaunafólkið í landinu.  Ég er búin að borga yfir 50 þúsund í þessum mánuði fyrir 4 heimsóknir til tannlæknisins, síðast í gær miðvikudag borgaði ég 23 þúsund krónur fyrir dóttur mína.  Ég hlakka til að sjá hve mikið ég fæ endurgreitt af þeirri upphæð.  Ég borgaði 9.400 um daginn og fékk endurgreitt 3.200 Woundering  Ein blönk

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Ef tannlæknar mættu auglýsa þá mundi verðið batna og samkeppni myndast. En það má ekki svo fólk mætir bara á staðinn og svo er það undir lækninum komið hve mikið á að borga. Það hangir ekki einu sinni verðskrá uppi eins og er í lögum um allt annað sem menn selja.

Halla Rut , 14.2.2008 kl. 02:18

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég spurði ritarann hversvegna þau væru svona dýr, hún sagði að þetta væri bara kostnaðarverð, það kostar svona mikið að reka tannlæknaþjónustu í dag.  Þau hafa líka allar nýjustu græjurnar og unga tannlækna nýkomna úr námi. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.2.2008 kl. 02:22

3 Smámynd: Halla Rut

Já einmitt bara kostnaðarverð. Glætan. Þetta er nú bara fyndið.

Halla Rut , 14.2.2008 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband