Pylsur og spagetti!

Það er uppáhaldsmatur krakkanna minna, ég hef eldað það frá mínum fyrstu búskaparárum.  Uppskriftin er frá mömmu minni.  Uppskriftin er þannig, 500gr. Barilla spagettí, einn stór pylsupakki, einn laukur og fullt af tómatsósu.  Sjóða spagetti í 8 Mínútur, skola og setja smá smjör útí það.  Steikja lauk og pylsur á pönnu, setja svona hálfa flösku af Hunt´s (eða einhverri tómatsósu sem er til á heimilinu) tómatsósu útí og smá vatn, sjóða í 4-5 mínútur.  Hella saman pylsum og spagetti og éta, flest börn borða þetta með bestu list, og flestir fullorðnir líka. Woundering  Ein sem er snilldar kokkur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Pylsurnar klikka aldrei,en þeim hjá mér þykir gott að fá ss,pylsur,steikta lauk,tómat eða koktailsósu og kartöflumús með,ég ætti að prófa þessa uppskrift þína og sjá hvernig þær bregðast við henni

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.2.2008 kl. 08:12

2 Smámynd: Lilja Björk Birgisdóttir

ég set spagetti. steiktar pylsur og tómatsósu saman í eldfast mót, blanda saman og ost yfir og aðeins inn í ofn.   Þetta er mjög vinsæll réttur á mínu heimili.

Kveðja Lilja Björk

Lilja Björk Birgisdóttir, 15.2.2008 kl. 14:16

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Unglingurinn á mínu heimili eldar stundum steiktar pylsur og spaghetti, svo hefur hann kartöflumús með. Frábær hugmynd hjá Lilju Björk að setja allt í ofn með osti yfir - prófa það

Sigrún Óskars, 15.2.2008 kl. 18:35

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

nam. ég þarf að prófa að baka það inni í ofni með osti yfir, geri það næst

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.2.2008 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband