Óskarinn

Það er best að fara að koma sér fyrir framan sjónvarpið og horfa á Óskarsverðlauna afhendinguna.  Ég nenni ekki að vaka þangað það er búið, horfi bara á þetta helsta.  Undanfarin ár hef ég alltaf misst af endinum, þar sem öll helstu verðlaunin eru afhent síðast. 

Við erum búin að borða lax í tvo daga hérna, ég fékk gefins lax fyrir kisurnar mínar á föstudagskvöldið örugglega heilt kíló af úrvals laxi.  Ég bakaði hann í ofni með grænmeti, á laugardaginn, maturinn var alveg frábær.  Ég skulda köttunum mínum eina fiskimáltíð.  Vinkona kattanna minna er að vinna á einhverjum Sushi-bar, og gefur hún mér oft afganga.  Ég þarf að koma köttunum mínum uppá það að borða lax og smálúðu og allskonar eðalfisk, þau fúlsa við því í dag. Ein sem borðar kattarmat með bestu list Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ætla bara aðsleppaóskarnum og fara undirsæng.

Hólmdís Hjartardóttir, 25.2.2008 kl. 01:06

2 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

'Eg seigi nú bara MJ'A hehe,heyrði líka eina sögu um daginn um að það er maður sem kaupir sér kattarmat og hellir í skál með mjólk í og hann borðar þetta með bestu list heeh en koss og knús Allý

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 25.2.2008 kl. 12:08

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Bestu kveðjur,ég nennti ekki að fylgjast með Óskarverðlaunaafhendingunni í nótt,enda þurfti ég að vakna fyrir sjö í morgun,til að koma mínum dætrum í skóla.Ég er B manneskja og er ekki skemmtileg mamma á morgnannaen er besta mamma seinnipart dagsbestu kveðjur.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.2.2008 kl. 15:59

4 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sama er mér

Guðjón H Finnbogason, 25.2.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband