27.2.2008 | 02:03
Ég er orðin spennt
Næsta laugardagskvöld er árshátíð Suomifélagsins haldin á Hallveigarstöðum við Túngötu. Allir eru velkomnir sem hafa áhuga. Ég hlakka til
. Árshátíð 1. mars - munið daginn og takið með ykkur gesti!Árshátíðin verður laugardaginn 1. mars í salnum á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík - og hefst hún kl. 19.00. Eftir fordrykkinn hefst borðhald með veislukosti Sigurbergs. Á matseðlinum verður graflax með sinnepssósu, maríneraður fiskur, kryddlegið hjartarkjöt og fylltur lambahryggur. Á eftir er kaffi og konfekt. Hvað viljið þið hafa það betra?! Gestir okkar frá Finnlandi að þessu sinni verða tvær konur frá Björneborg (Pori), Marjatta Tuhkanen sem ávarpar samkomuna sem segir frá því hvernig hún varð Íslandsvinur og frá væntanlegri heimsókn kórsins Porin Laulajat hingað í sumar og söngkonan Tuula Majasaari sem syngur nokkur vinsæl sönglög eftir Oskar Merikanto og lög úr óperettum. Undirleikari verður Bjartur Logi Guðnason. Þegar líður á kvöldið verður opinn bar og efnt til happdrættis að vanda. Margir vinningar verða í boði. Miðaverð kr. 4500. Öllum er heimil þátttaka og skorað er á félagsmenn að fjölmenna og taka með sér gesti til að gera hátíðina sem líflegasta.Vegna undirbúnings þarf að tilkynna þátttöku sem fyrst og í síðasta lagi miðvikudaginn 27. febrúar. Látið einhvern eftirtalinna vita: Hjört (s. 554 3520 / 554 2663 / 869 4764 eða netfangið hjorturp@hi.is), Hannes (s. 565 2354 / 896 1494 eða netfangið hannesol@islandia.is), Grétu (s. 554 0529 / 899 4529 eða netfangið gretab@simnet.is), Piret (s. 551 0419 eða netfangið piret@simnet.is)
Athugasemdir
Hvað er þetta Suomifélag ?
Linda litla, 27.2.2008 kl. 02:21
Suomi er Finnland á finnsku. Ætli það sé ekki vinafélag Finnlands og Íslands
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.2.2008 kl. 02:32
Okey, fyrst tengdi ég þetta við japönsku glímukappana - en það var áður en ég hristi hausinn tvisvar.... (hvað heitir það aftur annars, þessi þungavigtarglíma í Japan, þar sem þeir eru í svörtum "bleyjum"?)
Ég er einmitt að fara út á laugardagskvöld - kannski sjáumst við einhversstaðar, t.d. á Vínbarnum? Það gæti verið gaman
Lilja G. Bolladóttir, 27.2.2008 kl. 03:22
Þeir japönsku eru eru Sumo glímukappar
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.2.2008 kl. 03:25
hah? Hvar er vínbarinn? Ég vinn bara á bar en fer sjaldan á aðra bari
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.2.2008 kl. 03:26
En þú ert að fara út á laugadagskvöldið, er það ekki? Vínbarinn er eiginlega á móti Dómkirkjunni, rétt hjá Alþingishúsinu og Eggerti Feldskera.... anyway, það er bara einn bar þar, svo þú hlýtur að finna hann
Lilja G. Bolladóttir, 27.2.2008 kl. 04:27
Góða skemmtun. Vinn til 10 á laugardagskvöldið, aldrei að vita hvað maður gerir eftir það......í svona veðri fer ég undir teppi
Hólmdís Hjartardóttir, 27.2.2008 kl. 06:14
Ég kíki kannski á Vínbarinn, ef ég fer í bæinn eftir árshátíðina
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.2.2008 kl. 11:02
Matseðillin lítur vel út En góða skemmtun á laugardagskvöld
Brynja skordal, 27.2.2008 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.