21.3.2008 | 02:18
Óvæntir matargestir, hvað er verra?
Óvæntir matargestir. Ég lenti í því í gær að fá dóttur mína, kærastann hennar og tvö barnabörn óvænt í mat. Ég var svo fyrirhyggjusöm að ætla að elda mat sem átti að duga okkur í tvo daga. Ég eldaði hrygg, með kartöflum og sveppasósu. Vegna þess að ég verð að vinna á morgun ætlaði ég að gera kássu til að hita í örbylgjuofninum. Þegar við vorum búin að borða var innan við helmingur af mínum stóra hrygg ennþá ósnertur. En þá varð slysið, kærasti dóttur minnar skrapp fram í eldhús og át allt kjötið sem eftir var á hryggnum. Ég sá fyrir mér Föstudaginn langa og ekkert til að borða á heimilinu. En sem betur fer fór elsta dóttir mín í verslunarleiðangur og keypti mat handa okkur til að borða á morgun, og eldaði hann meðan ég var í vinnunni í kvöld. Ein sem sveltur ekki á föstudaginn langa
Athugasemdir
Eru þetta ekki þá góð meðmæli um að maturinn hjá þér er ÆÐISLEGURfrá tengdasyni,en dóttirin hugulsöm að redda öllu svo þú hafir nú eitthvað í svanginn á morgunn.kv.linda vinkona
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.3.2008 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.