Helgarfrí jibbí

Skrítið samtal á Laugaveginum í kvöld.  Stelpa: Vá bara með kraftpúst. Ég: nei það er bara gat á pústinu hjá mér.  Stelpa: Gerðiru það sjálf? Ég nei pústkerfið mitt er að hrynja undan bílnum.  Stelpa: Hvað er hann mörg hestöfl.  Ég: 52  Svo kom grænt ljós á gatnamótum Laugavegar og Lækjargötu og leiðir okkar skildu. 

 Núna er ég komin í langþráð tveggja daga helgarfrí.  Á morgun verður smá pizzuveisla fyrir örverpið, bara fyrir systkinin og foreldrana. Svo á laugardaginn verður farið í Bláa lónið.  Ég, sú 18 ára Aðalheiður Björk sem fékk nudd í Bláa lóninu í afmælisgjöf og örverpið Hulda ætlum að vera þar í nokkra klukkutíma og slappa vel af.  Ég ætla að maka vel á mig hvítu leðjunni til að minnka hrukkurnar, það virkaði vel síðast. Woundering Ein slétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ekki sá ég neinar hrukkur. Njóttu vel.

Hólmdís Hjartardóttir, 28.3.2008 kl. 02:25

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk   hrukkurnar eru kannski ekki djúpar en ég fann og sá mun, kannski vegna þess að ég er með svo viðkvæma húð.  Ég fæ frostrósir í frosti, risa þurrkubletti og þá sjást hrukkurnar frekar vel

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.3.2008 kl. 02:35

3 Smámynd: Tiger

  Njóttu þess nú vel að vera í helgarfríi ljúfan. Hvort sem það eru hrukkur eða skrukkur - þá er góður tími í Bláa Lóninu alveg algert æði. Njóttu bara vel og slakaðu á.. maður gerir alltof lítið af því. Kveðja og knús í helgina þína Jóna mín..

Tiger, 28.3.2008 kl. 03:21

4 Smámynd: Brynja skordal

Njóttu þess að vera í helgafríi

Brynja skordal, 28.3.2008 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband