Foreldrar bera ábyrgðina

Ég hef fylgst með netnotkun minna barna í mörg ár, ef börnin vita að fylgst er með þeim haga þau sér betur í netvafri sínu.  Spjallsíður eru slæmar og þarf að lesa það sem börnin eru að spjalla og sama á við um msn og önnur spjallforrit.  Alltaf að eiga afrit að öllum samræðum og lesa af og til það sem þau eru að spjalla.  Það er mín skoðun á þessu máli.  Ef fólk hefur ekki kunnáttu eða vilja til þess að fylgjast með netnotkun barna sinna, þá má væntanlega nota svona netvarnarforrit.  En er það ekki partur af uppeldi barna í dag að fylgjast með því hvað þau gera í tölvunni, ekki gefa þeim lausan tauminn.
mbl.is Ætla að bjóða ókeypis netvörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Á mínu heimili hafa mörg tölvustríðin verið háð.

Hólmdís Hjartardóttir, 15.4.2008 kl. 01:51

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Minn drengur er sem betur fer þægur og góður þegar kemur að netnotkun. Ég hef fylgst með því sem hann er að gera, og mest er hann inni á leikjasíðum eða síðum eins og kvikmynd.is o.þ.h. Hann tekur stundum tarnir þar sem hann eyðir óþarflega miklum tíma í einhverja fótbolta-PC-leiki og þá verða stundum árekstrar á heimilinu.....  En ég er algjörlega sammála þér, maður á að vita og fylgjast með hvað börnin okkar eru að gera inn á þessum óendanlega stóra og oft hættulega miðli. Áfram foreldrar!!

Lilja G. Bolladóttir, 15.4.2008 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband