Loksins eftir langa bið

Þá er komið að því, sonur minn var kallaður inn á BUGL.  Við erum búin að bíða í marga mánuði og núna á loksins að fara vinna á kvíðaröskuninni.  Hann hefur ekki mætt í skólann síðan í nóvember og vona ég að hann fái einhverja hjálp á BUGL.  Þannig að hann fari að mæta aftur í skólann og klári áttunda bekkinn. 

 Hann á afmæli á morgun og verður þá 14 ára.  Ég verð væntanlega að panta pizzur fyrir afmælið hans og bjóða pabba hans og systur hans, börnunum hennar og kærastanum líka.  Uppáhalds maturinn  hans eru Dómino´s pizzur.  Það er ekki oft sem börnin fá að ráða hvað er í matinn, en afmælisdagar eru náttúrulega öðruvísi. Woundering  Ein vongóð um bata sonarins

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Til hamingju með drenginn. Vonandi fær hann góða hjálp. Það er svo erfitt að standa í þessu

Hólmdís Hjartardóttir, 15.4.2008 kl. 02:12

2 identicon

Komdu sæl, Jóna Kolbrún.

Mig langar til að samgleðjast ykkur, að nú er lausn í sjónmáli,og ekki síður það að þið getið haldið upp á afmælisdaginn hans,með honum.

Megi Guð og gæfa fylgja ykkur.Og megi sonur þinn fá lækningu að fullu.

Þórarinn Gíslason.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 02:28

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk fyrir góðar óskir 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.4.2008 kl. 02:30

4 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Æ, aumingja strákurinn. Vonandi fær hann góða hjálp þarna.... hitt er annað mál, að það er til háborinnar skammar, að í okkar velferðarríki þurfi börnin okkar að bíða svona lengi eftir geðhjálp!! Ég efast um að hann hefði þurft að bíða svona lengi eftir krabbameinsmeðferð, eða eftir að hitta sykursýkislækni osfrv. Af hverju ætli það sé, að stjórnvöldum finnist geðsjúkdómar og -raskanir minna mikilvæg en líkamlegir kvillar???

Þetta er líka hræðilegur aldur að vera að kljást við svona röskun, ofan á allan "túrbulensinn" sem fylgir unglingsárunum svona almennt. Óska ykkur alls hins besta!!

Lilja G. Bolladóttir, 15.4.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband