Er bílstjórinn tryggður fyrir svona tjóni

Ég er ekki hissa á því að bílstjórinn hafi látið sig hverfa, án þess að tilkynna tjónið.  Ætli hann hefði ekki þurft að borga tjónið úr eigin vasa.  Þannig virðast mér æði mörg tjónamál enda.  Tryggingarnar fyrra sig ábyrgð, vegna einhverrar klausu í smáa letrinu.  Hvað kostar það okkur skattgreiðendur að borga fyrir þetta tjón?  Tryggingarmál hérna á Íslandi virðast snúast um kenna tryggðum einstaklingum um tjónið, eða einhver klausa í smáa letrinu bjargar tryggingarfélögunum frá því að borga tjón.   Ég hef lent í tveimur tjónum undanfarin 5 ár og tryggingarnar borguðu ekkert, er ég samt með heimilistryggingu, húseigendatryggingu, bifreiðatryggingu, fjölskyldutryggingu og ég veit ekki hvað.  En tjón hafa ekki verið greidd, ég hef borgað allt úr eigin vasa.
mbl.is Ekið á heitavatnsleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Fyrra tjónið mitt var innbrot í bílinn minn, rándýrum Kenwood græjum var stolið og tvær rúður brotnar, þá vantaði kaskótrygginguna, svo var það dóttir mín sem teiknaði mynstur á girðingu með sippubandi, dóttirin var 10 ára þá, tryggingarnar borga bara tjón sem börn yngri en 10 ára valda  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.4.2008 kl. 02:42

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já tryggingamálin eru oft undarleg. Er svo vitlaus að vera að borga líf og sjúkdómatryggingu þori ekki að hætta..en þetta eru 10 þús á mán....segi þessu þó upp fljótlega.

Hólmdís Hjartardóttir, 18.4.2008 kl. 03:08

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Tryggingafrumskógur, það er það sem þetta er!!!

Lilja G. Bolladóttir, 18.4.2008 kl. 16:40

4 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Það toppar enginn tryggingarnar

Guðjón H Finnbogason, 18.4.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband