21.4.2008 | 00:48
Er þetta framtíðin okkar?
Að selja Landsspítalann, og fara að græða á sjúklingum. Í hverju felst þessi aukni sveigjanleiki? Geta sagt nei við ákveðnum sjúklingum, eða sjúkdómum vegna þess að það er ekki hagkvæmt að meðhöndla sjúklinginn eða sjúkdóminn. Þarf þá ekki að stofna svona ókeypis spítala fyrir fátæka fólkið, sem væri rekinn af líknarfélögum eins og er í Ameríku. Ég vona að við munum aldrei fara Amerísku leiðina í heilsugæslu og almennri sjúkraþjónustu. Ein áhyggjufull
Landspítalinn opinbert hlutafélag? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Úff púff, ég setti inn færslu um nákvæmlega sama efni hjá "hallabjarna" bloggvini mínum. Nenni eiginlega ekki að endurtaka hana.
Mér finnst soldið brenna við, að allir séu að væla um það, að við það að einkavæða hluta af heilbrigðiskerfinu, eigi fólk eftir að fá verri þjónustu..... Ég meina, common, sumir sjúklingahópar geta varla fengið verri þjónustu en Ríkið er að veita þeim, (sbr. aldraðir) og sum þjónusta innan LSH getur heldur ekki orðið verri en hún er og kvarta þær starfsstéttir sem því sinna, sáran yfir því, hafa meira að segja sent bréf til heilbrigðisráðherra varðandi það efni, sbr. sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa.
Mér finnst að fólk þurfi að skoða allar hliðar á þessu máli, skoða kosti og galla. Það er enginn að tala um það, að með því að gera útboð á ýmsum þáttum okkar heilbrigðiskerfis til einkaaðila, muni þjónustustigið lækka. Þvert á móti. Og það mun heldur ekki kosta sjúklinga neitt meira. Ríkið er einfaldlega að afsala sér því sem það ræður hvort eð er ekki við, en vill með glöðu geði borga. Og er að gera nú þegar, sbr. Heilsuverndarstöðina og þessa deild á Landakoti sem Grund er að reka. Eða hvað kallið þið það annað en einkavæðingu??? Og er einhver notandi að blæða fyrir það? Þvert á móti eru allir að græða....
Ja, stundum sýður soldið á mér.....
Lilja G. Bolladóttir, 21.4.2008 kl. 02:08
Knús og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.4.2008 kl. 17:52
Það öruggt að á næstu tveimur árum verður lagt til að einkavæða mikið í heilbrigðisgeiranum og fleira sem er á höndum ríkisins.
Guðjón H Finnbogason, 21.4.2008 kl. 20:53
Sammála, þetta er skelfileg þróun hér í heilbrigðismálum. Ekki langt síðan ég var að básúna einmitt í Ameríku um hvað við værum heppin með sjúkrakostnað, en lét fylgja að við borguðum við háa skatta til að tryggja læknishjálp. Nú borgum við enn hærri skatta, og höfum þess vegna ekki efni á því að vera með alvarlega sjúkdóma. Lenti í veikindum og var send af heimilislækni á bráðamóttöku....sneiðmynd.... 21000 kr takk á borðið það var nóg til að leggja mig endanlega í rúmið takk kærlega
Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 21.4.2008 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.