Núna byrjar batinn, vonandi

Ég hef alla mína ævi verið frekar ákveðin týpa, nema þegar kemur að karlmönnum.  Ég var misnotuð sem barn af ættingja mínum, og hef ég átt í erfiðleikum með að treysta mönnum.  Eini karlmaðurinn sem ég treysti er pabbi minn.  Hann hefur alltaf staðið mér, hann pabbi.  Núna loksins þegar ég er að verða 48 ára sagði ég frá misnotkuninni, næsta skref er að fara í Stígamót og reyna að fá hjálp.  Mér hefur liðið illa í mörg ár, og hefur það farið versnandi.  En núna sé ég fram á það að lífið fari batnandi.  Woundering Ein ráðvillt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þú hefur tekið stærsta skrefið. Framhaldið verður skárra...gott hjá þér. Mikið skelfilega er þetta algegnt. Því miður margir karlar eru svín. Gangi þer vel mín kæra.

Hólmdís Hjartardóttir, 22.4.2008 kl. 01:56

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

TAKK kæra bloggvinkona

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.4.2008 kl. 02:01

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Æ, hvað mig sveið í litla hjartað mitt að lesa þetta. Því miður er þetta svo algengt, miklu meira algengt en við höldum en þó megum við aldrei gleyma því, að fyrir þá sem þetta kemur fyrir, er það alltaf í fyrsta (og vonandi eina) skiptið, og þess vegna er þetta alltaf jafn mikið áfall og alltaf jafn alvarlegt mál.

Ég óska þér virkilega alls hins besta og vona að Stígamót hjálpi þér. Hugur minn er hjá þér, bloggvinkona mín

Lilja G. Bolladóttir, 22.4.2008 kl. 02:07

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk Lilja mín, ég er svo fegin að hafa loksins talað. Það var löngu tímabært

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.4.2008 kl. 02:11

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Mig langar að bæta við..... mér finnst virkilega ömurlegt að einstakir menn geti haft svona eyðileggjandi áhrif á konur, langt fram á þeirra fullorðinsár, með svona viðbjóðslegum gjörningi. Oftast labba þeir frá, sáttir við tilveruna, en aumingja stúlkubarnið eða konan glímir yfirleitt við þessi sár það sem eftir lifir. Þótt hún komist yfir það að einhverju leyti, þá blundar alltaf þessi martröð innra, og heldur áfram að hafa áhrif á allt hennar líf það sem eftir er..... Mér finnst þetta viðbjóðslegt og mér finnst það smán á okkar réttarkerfi hvað þessir kallar sleppa vel.... þeim væri nær að fá að lifa sínu lífi í sömu líðan og þær stúlkur/konur sem þeir misnota, fá í sitt hlutskipti.

Lilja G. Bolladóttir, 22.4.2008 kl. 02:15

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Gerandinn var í svo miklu sjokki vegna þess að ég talaði loksins að hann varð að tala við prest!! Ekki hef ég talað við prest, en var ég þó barnið og fórnarlambið

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.4.2008 kl. 02:18

7 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Þú ert hetja!!

Lilja G. Bolladóttir, 22.4.2008 kl. 02:20

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég hef enga samúð með gerendum í svona málum....stundum langar mig að fremja morð..

Hólmdís Hjartardóttir, 22.4.2008 kl. 02:21

9 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Jóna, hvað varð til þess að þú ákvaðst að tala allt í einu núna?

Lilja G. Bolladóttir, 22.4.2008 kl. 02:22

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk fyrir stuðninginn stelpur ég meina það þið eruð æðislegar

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.4.2008 kl. 02:23

11 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Sannleikurinn á alltaf að koma í ljós, alveg sama hvað það tekur mörg ár, og þótt fólk fái skaðann jafnvel ekki bættan að neinu leyti, þá er það hjálp í sjálfu sér að stíga fram og segja sannleikann, er það ekki? Það er, gæti ég ímyndað mér, að minnsta kosti staðfesting á því að þessi ljóti verknaður hafi átt sér stað.

Lilja G. Bolladóttir, 22.4.2008 kl. 02:24

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sagan er þannig að frændi minn hringdi í mig um síðustu helgi, við töluðum saman um heima og geyma og ýmis gömul fjölskyldumál.  Ég sagði honum mína sögu, og leyfði honum að ráða hvort hann segði frá.  Hann hringdi í pabba minn og sagði honum söguna...o.s.f.   Allt er í gangi núna, þökk sér litla frænda mínum

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.4.2008 kl. 02:26

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Gerandinn hringdi hingað tvisvar í gær, elsta dóttir mín svaraði í símann og sagði að ég væri ekki heima.  Ég ætla ekki að tala við hann, Það er minn réttur að segja nei.  Ég á ekkert vantalað við þann mann.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.4.2008 kl. 02:29

14 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ekki get ég einu sinni byrjað á því að setja mig í þín spor, en það er þökk konum eins og þér sjálfri, sem svona hlutir koma upp á borðið og verða minna og minna tabú, og vonandi leiðir öll svona umræða af sér sterkari og harðari refsingar fyrir þessi ömurlegu manngrey. Ég segi eins og Hólmdís, ekki hef ég samúð með gerandanum í svona málum, en ég er ekki að mæla neinum málsbót þegar ég segi, að það sorglega við þetta allt er, að yfirleitt eru þeir misnotaðir sjálfir sem misnota svo aðra. Ég er alls ekki að þykjast þekkja til í þínu tilfelli, Jóna, en þetta er sorgleg staðreynd sem einhvernveginn leiðir af sér óendanlega hringrás, er það ekki?

Lilja G. Bolladóttir, 22.4.2008 kl. 02:32

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Flottur frændi sem þú átt,gengur í málin. Þú þarft aldrei að tala við gerandann.

Hólmdís Hjartardóttir, 22.4.2008 kl. 02:32

16 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Samt virðist mér að frændinn sé núna fórnarlamb, hann á svo bágt auminginn.  Konan hans og dætur vita núna hvernig maður hann er, ég og frændi (bjargvætturinn) minn erum vondu karlarnir núna, hann hefur fengið hótanir!! Þetta er ekki í lagi

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.4.2008 kl. 02:37

17 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ó guð, ég sá allt í einu hvernig síðasta færsla mín hljómaði, og ég vona innilega að þú hafir ekki tekið henni, eins og hægt var að misskilja hana, Jóna.

Kannski er ég bara með fordóma, þegar ég segi, að einhverra hluta vegna, þá eru það yfirleitt stráka/mannsgreyin sem fá brotnari sjálfsmynd og lagfæra hana með því að gera öðrum það sama og þeir urðu fyrir, sbr. heimilisofbeldi og annað. Einhvernveginn erum við konur ekki þekktar fyrir að bera svona hluti með okkur áfram á þennan hátt í lífinu. .....æ, stelpur, vitið þið ekki hvað ég er að tala um....? Nú er ég alveg komin í hnút með þetta allt....

Lilja G. Bolladóttir, 22.4.2008 kl. 02:39

18 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Samt virðist mér að frændinn  (gerandinn )sé núna fórnarlamb, hann á svo bágt auminginn.  Konan hans og dætur vita núna hvernig maður hann er, ég og frændi (bjargvætturinn) minn erum vondu karlarnir núna, hann hefur fengið hótanir!! Þetta er ekki í lagi

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.4.2008 kl. 02:39

19 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Lilja ég skildi þetta mjög vel

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.4.2008 kl. 02:40

20 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jæja það er kominn háttatími hjá mér, sonur minn verður tekinn með valdi í fyrramálið.  Mér tókst ekki að fá hann til að leggjast inn á Bugl með góðu, klukkan 11 í fyrramálið munu starfsmenn Buglsins koma og sækja strákinn minn  Góða nótt

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.4.2008 kl. 02:47

21 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Æ, það er gott að þú fattaðir hvað ég var að fara. Ég kem ekki alltaf jafnvel fyrir mig orðinu og er á tíðum mjög orðÓheppin.

Þú skalt ekki láta þig neinu skipta hvernig frænda þínum líður í dag, eða hvaða áhrif þetta hefur á fjölskyldu hans. Auðvitað er þetta leiðinlegt fyrir þau, en mundu bara að það varst ekki þú sem startaðir þessu heldur HANN. Hann kom sér í þetta, þótt hann hafi kannski komist upp með það í mörg ár, svo þetta er ekki ÞÉR að kenna.

Þetta er eitt af því sem ég lærði þegar ég vann á Vogi.... þ.e. að hætta að vera svona ógeðslega meðvirkur, eins og við konur yfirleitt erum. Við berum ekki heiminn á öxlum okkar og það er EKKI OKKUR AÐ KENNA hvernig fyrir öllum er komið. Þetta mál sá frændi þinn allavega algjörlega um sjálfur!!!

Lilja G. Bolladóttir, 22.4.2008 kl. 02:49

22 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Góða nótt  

Lilja G. Bolladóttir, 22.4.2008 kl. 02:51

23 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gangi þér vel með drenginn í fyrramálið og alla daga. Vonandi verður það ekki of erfitt. Ég vann sjálf á Bugl í 5 ár.

Hólmdís Hjartardóttir, 22.4.2008 kl. 02:52

24 Smámynd: Tiger

  Elsku Jóna mín, þú ert hugrökk og mikil hetja að leggja út í það að "lækna" sjálfa þig með því að koma þessu máli út og á hreint. Menn eiga aldrei að komast upp með að misnota börn. Það er aldrei of seint að ganga frá svona málum og vinna í þeim og sjálfum sér. Ég er stoltur af því hve þú ert æðislega dugleg að leggja í þetta núna svona seint - en ég vona svo sannarlega að nú getir þú náð því að hreinsa þetta og leggja það svo að baki þér og að þér muni líða betur á eftir. Þú og frændi þinn eruð hetjur en ekki skúrkar í þessu máli - gerandinn er skúrkurinn! Alltaf ... mikið knús á þig ljúfust og láttu þér ekki líða illa yfir þessu, þú ert að gera rétta hluti hérna.

Tiger, 22.4.2008 kl. 03:59

25 Smámynd: Brynja skordal

Risaknús og faðmlag til þín Jóna mín mikið er gott að þú ætlir að fá þá hjálp sem þú þarft þú ert Dugleg gangi þér vel með frammhald og mundu að þú ert að gera rétt knús í klessu

Brynja skordal, 22.4.2008 kl. 08:53

26 Smámynd: Ragnheiður

Risaknús á þig Jóna mín, ég fór 27 ára og það breytti öllu hjá mér. Ég er ekki einu sinni reið lengur og næ aldrei svosem að vera reið við nokkurn mann.

Gangi þér vel

Ragnheiður , 22.4.2008 kl. 11:58

27 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Kæra Jóna, til hamingju með þetta risastóra skref sem þú varst að stíga. Það á eftir að hafa mikil og góð áhrif, bæði fyrir þig og aðra! Mikið ótrúlega er ég líka stolt af þér að standa föst á þínu gagnvart ofbeldismanninum, til þess þarf MIKINN styrk.

Ég sjálf var hjá Stígamótum í 2 ár þegar ég bjó í Rvk á sínum tíma og vinn núna fyrir Sólstafi Vestfjarða, systursamtök Stígamóta:) Magnað starf sem unnið er á þessum stöðum og ég hvet þig til þess að tala við einhvern hjá Stígamótum, aðeins stórkostlegar konur sem vinna þar:)

baráttukveðja

Harpa O, Sólstafakona

www.solstafir.is

www.harpao.blog.is

Harpa Oddbjörnsdóttir, 22.4.2008 kl. 12:43

28 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það væri fróðlegt að vita hvað gerandinn hefur sagt við prestinn. "Ég fæ ekki að nauðga börnum í friði! Það eru allir vondir við mig!" Frábært að sjá að þú ætlir loksins að leita þér hjálpar. Ég get ekki einu sinni reynt að ímynda mér hvernig það er að bera slíka byrði í áratugi.

Helga Magnúsdóttir, 22.4.2008 kl. 12:59

29 Smámynd: Margith Eysturtún

Hæ hetja. Já ég veit alveg hvernig þér líður af því að ég hef sjálf verið fyrir misnotkun sem krakki. Þessir menn hafa engar áhyggjur hvað þeir gerða, þeir hugsa bara um sjálfan sig og sína hamingju. Þessir menn eru mestu aumingjar sem þurfa að gerða sig inn á börn til að þykjast eitthvað. Ég hef líka loksins sagt þetta, eftir fleiri ára þunglyndi. Nú vil fjölskyldan varla hafa eitthvað með mig að gerða, nema allra nánustu. Einn sagði að hún vorkenni manninum. Ég svaraði: Hann var fullorðin og alveg hæfur í að skilja hvað hann gerði. Ég var krakki og átti enga ábyrgð í hansar hegðun. Alt það besta í framtíðni.

Margith Eysturtún, 22.4.2008 kl. 16:14

30 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Gerðu eitthvað í málinu láttu helvítið ekki sleppa.Það á ekki að þekkjast að menn komist upp með svona verknað og eins er með eineltið.

Guðjón H Finnbogason, 23.4.2008 kl. 00:07

31 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Elsku kellingin mínveistu að þú ert EINSTÖK

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.4.2008 kl. 01:07

32 Smámynd: Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador

Æ þetta þótti mér erfitt að lesa, sárt þegar svona er farið með barn. Þú ert nú samt hetja í mínum huga að koma bara beint að málinu hér, og held ég að það sé stórt skref í átt að vellíðan og sálarró þér til handa. Veit ekki hvort þú kannast við "fótspoin í sandinum" söguna. Einhverra hluta vegna kom hún í huga mér sem ég las færsluna þína. Að öðru,vonandi að kisumamman nái nú að klára í nótt og að allt gangi vel. Góða nótt sweetz

Ella mannvera Ronja Chihuahua og Lilo Boxer/Labrador, 23.4.2008 kl. 01:31

33 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ella mín mannvera, ég þekki söguna vel um fótsporin í sandinum

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.4.2008 kl. 01:40

34 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég vil þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn, þið eruð öll frábær.  Ég mun hafa samband við stígamót í þessari eða næstu viku og panta viðtal.  Ég veit að ég þarf á því að halda, svo byrjar uppbyggingarvinnan hjá mér. það er kominn tími til að hreinsa til og öðlast sálarfrið   Eftir öll þessi ár

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.4.2008 kl. 01:51

35 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tími til kominn að drífa sig á Stígamótin, Jóna mín Kolbrún. Frábært hjá þér.

Knúsiknúsiknús!

Þorsteinn Briem, 23.4.2008 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband