23.4.2008 | 01:38
Ótrúlegt.
Hundar eru góðir, þegar eitthvað þarf að finna. Að finna lifandi barn í leðjuhaug, er náttúrulega kraftaverk. Ég hef nú oft hugsað um þessa útburði á stúlkubörnum. Hverjum ætla allir strákarnir, sem fæðast eftir fósturgreiningar? í Indlandi, Kína og fleiri löndum sem stunda skipulagðar fóstureyðingar á stúlkubörnum og útburð líka. Er ekki byrjaður þessi skortur á kvonfangi. Endar þetta ekki bara með því að karlarnir allir verða að giftast hver öðrum, vegna þess að engar konur eru til. Þá loksins verða þær vermætar þessar fáu sem sluppu við fóstureyðingu og útburð.
Flökkuhundar björguðu lífi barns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kvenmannsleysið er víst mikið vandamál í Kína, þar sem hjón mega bara eiga eitt barn, Jóna mín Kolbrún.
Þorsteinn Briem, 23.4.2008 kl. 01:47
Þetta barn er lifandi kraftaverk.
Hólmdís Hjartardóttir, 23.4.2008 kl. 01:49
Ætli þeir sem stunda þessi skipulögðu dráp á stúlkubörnum og stúlkufóstrum, hafi hugsað málið allt til enda? Ég segi bara heimskan ríður ekki við einteyming
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.4.2008 kl. 01:56
Þeir eru búnir að átta sig.
Hólmdís Hjartardóttir, 23.4.2008 kl. 02:02
Segði bara: þeir eiga skili á hverju öðrum....mega við óska að stúlkubörn verða meiri verðmætt ámilli þetta fólk.
Margith Eysturtún, 23.4.2008 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.