Síðbúin veisla

Ég lenti í því í gær að kaupa vitlaust kjöt, ég ætlaði að gera vel við fjölskylduna mína á sumardaginn fyrsta.  Kjötið sem ég ætlaði að kaupa var Nauta fillet,  ég gerði athugasemd í búðinni og spurði kjötafgreiðslumanninn " ertu viss um að þetta sé fillet", mér fannst það ekki líta út eins og fillet.  Ég hef nú smá reynslu, ég hef úrbeinað nokkur nautin og vann ég líka í kjötvinnslu í nokkur ár og sá ég þar margar úrbeiningar. 

 Þegar ég fór að skera kjötið og ætlaði ég að banka það til með hnefunum eins og ég geri venjulega til þess að fá kjötið í rétta þykt, ekki virkaði það vel kjötið bankaði til baka W00t  Svo prófaði ég með buffhamrinum mínum og gat ég barið bitana í sæmilega þykkt með honum alla bitana nema tvo, þeir voru eins og gúmmí buffhamarinn skoppaði til baka án þess að för kæmu í kjötið.  Svo var kjötið snögg steikt á heitri pönnu, bernaisesósan, lauksósan, kartöflurnar og gulu baunirnar voru frábær.  En kjötið var seigt eins og skósóli, hundurinn fékk fullt af tuggnu kjöti sem fjölskyldan vann ekki á samt erum við vel tennt Shocking

Í dag föstudag fór ég í búðina með þessa tvo seigu bita sem buffhamarinn vann ekki á og sagði sögu mína frá a-ö.  Líklega fékk ég gullash kjöt deginum áður.  það voru nú ekki vandræðin að fá nýtt kjöt í Hagkaupum á Nesinu, ég fékk heila nautalund og kassa af After eight í skaðabætur.  Nautalundin var elduð í kvöld og hef ég sjaldan smakkað betra kjöt, það var bæði meyrt og mjög bragðgott.   Svo bjó ég til buff tartar í kvöld og ætla ég að búa til fleiri svoleiðis á morgun.  Woundering Ein glöð með góða þjónustu í Hagkaup


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sagan endar vel

Hólmdís Hjartardóttir, 26.4.2008 kl. 02:02

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er komin ný mynd, hún er af kettlingnum tekin föstudag

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.4.2008 kl. 02:07

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sætur þessi blindi ræfill

Hólmdís Hjartardóttir, 26.4.2008 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband