Veikindi

Örverpið mitt hefur verið veikt í tvo daga, hún er með hósta og hita.  Í morgun þegar hún vaknaði voru augun hennar límd saman, það þurfti að bleyta upp í augnhárunum svo hún gæti opnað augun.  Þrátt fyrir þessi veikindi hefur hún þurft að vera ein heima í nokkra klukkutíma í gær og nokkra tíma í dag.  Ég er svo heppin að þegar hún er ein heima, leiðist henni alveg ótrúlega mikið, og fer að laga til, brjóta saman þvott og þrífa líka.  Svo fær hún að stjórna því sjálf hvað hún horfir á í sjónvarpinu, sem er frekar sjaldgæft hjá henni.  Hún nýtur sín í botn að hafa allar fjarstýringarnar og vera sjónvarpsstjóri, þó ekki sé nema í smá stund.  Það hlýtur að vera erfitt að vera örverpið í stórri fjölskyldu. Shocking   Ein stolt móðir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jóna.

Mikið Hunang og Hvítlaukur gerir hana hressa á augabragði.

Góðar stundir.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 01:43

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þú þekkir greinilega ekki örverpið mitt, svoleiðis lætur hún ekki inn fyrir sínar varir.  Hóstamixtúra og Panodil brus bjarga málinu hérna

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.5.2008 kl. 01:48

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 9.5.2008 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband