10.5.2008 | 01:36
Djöfull í mannsmynd
Ég las í kvöld dóminn yfir Guðmundi í Byrginu og er mér hálf illt eftir lesturinn. Ég tók eftir því að konan hans tók fullan þátt í þessu, ætli hún fái líka dóm í líkingu við það sem maðurinn hennar fékk. Ég er búin að upplifa ýmislegt á minni löngu ævi, en sjaldan séð jafn djöfullegar lygar manns sem þóttist vera á Guðs vegum. Ég er svo hissa á því hve létt dómurinn tekur á honum, VÁ 3 ár fyrir áralanga misnotkun á mörgum konum. Mér hefði þótt við hæfi að hann fengi allavega þriggja ára dóm fyrir hverja konu sem hann misnotaði svona gróflega. Ég á bara ekki orð. Ein hneyksluð
Athugasemdir
Já, og það var ekki eins og þetta tæki mann sárt. Maðurinn hefur alltaf vakið ógeð þegar hefur sést. Ekki einu sinni úlfur í sauðagæru, heldur frekar viðbjóður í snákshami. Var frúin með að öðru leyti en að hylma yfir honum?
Beturvitringur, 10.5.2008 kl. 01:42
Frúin tók þátt, þegar hann var búinn að tæla stelpurnar
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.5.2008 kl. 01:45
úff veistu ég gat ekki klárað að lesa þetta Arrrrggg mann dj...... En hafðu ljúfa hvítasunnuhelgi Elskuleg
Brynja skordal, 10.5.2008 kl. 02:24
Mér er bara bumbult. Auðvitað á hún að fá dóm líka.
Hólmdís Hjartardóttir, 10.5.2008 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.