Sumarblómin voru keypt í gær

Ég skrapp í Blómaval í gær og keypti ég mér 20 Stjúpur og eina Nellikku.  Á morgun ætla ég að gróðursetja blómin, ég hafði ekki tíma til þess vegna anna í gær.  Shocking  Klukkan rúmlega 6 í kvöld fór ég í stúdentaveislu til systurdóttur minnar.  Ég var komin heim klukkan rúmlega 10 í kvöld.  Veitingarnar hjá systur minni voru mjög flottar. 

Ég hef oft hugsað um það hversvegna stúdentaveislur eru ennþá haldnar, þegar fólk er útskrifað úr iðnskólanum sem iðnaðarmennShocking  Þá er ekki haldin svona útskriftarveisla, eða þegar sjúkraliðar og ýmsu öðru starfsnámi er lokið, engin veisla.  Bara stúdentsprófið, er svosem ekki neitt.  Þú færð engin sérstök réttindi, þú ert bara gjaldgengur í háskólann.  Mér finnst ákveðinn tvískinnungur í þessum veisluhöldum. Woundering  Ein rugluð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Þú ert ekkert rugluð Jóna mín, en þú hefðir getað glatt Johnny og alla hina eins og mælt var með fyrst þú komst svona snemma heim  En þetta með stúdentsprófið, það mætti alveg samræma þessi nám þannig að þau séu miði í háskólann. Ég tók að vísu stúdentspróf á sínum tima en hef oft furðað mig á því að fólk sem lauk því um tvítugt og fer svo í háskóla á fimmtugsaldri, hvað skyldi það muna frá stúdentsprófinu, skyldi það skipta einhverju máli hvort það tók það fyrir 20 árum eða ekki, eða hvort það er með annnars konar nám. Engu máli skal ég segja þér

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 24.5.2008 kl. 07:50

2 Smámynd: Tiger

  Blóma- og stúdentskveðjur á þig Jóna mín. Þessar veislur eru tímaskekkja - en svo sem fínar annars. Knús á þig í helgina ..

Tiger, 24.5.2008 kl. 16:11

3 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Flott að vera búin að kaupa blóm ég ætlað að reyna að fara í næstu viku, það er enn svo kalt hjá okkur bestu kv

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 24.5.2008 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband