25.5.2008 | 00:33
Ég held að ég sé skyld Viggó viðutan
Frumburðurinn minn fór til Danmerkur á sunnudaginn var. Hún sagðist ætla að vera í Danmörku í viku og bjóst ég ekki við henni fyrr en á morgun. Í dag laugardag skrapp ég í Bónus til þess að kaupa í matinn, vegna þess að ég fékk óvænta matargesti í heimsókn. Og viti menn þegar ég kom heim úr búðinni stóð frumburðurinn úti á tröppum með þeirri næstelstu, að fá sér frískt loft. Ég missti andlitið og spurði frumburðinn, heyrðu ætlaðir þú ekki að koma heim á morgun?
Það er allavega gott að hún er komin heim, hún færði mér eitthvað rosalega flott og dýrt Cognac. Martell Gordon Bleu old classic cognac, 70 cl flaska á 50% afslætti í fríhöfninni kostaði yfir 7.000 krónur. Ég var nú alveg hneyksluð að hún eyddi svona miklum peningum í vín handa mér. Ég er að vísu að safna víni, og hef gert það í mörg ár. Ég ætla að byrja að drekka svona eðalvín þegar ég byrja að drekka vín. Nútildags drekk ég eingöngu bjór eða pilsner Ein drykkfelld
Athugasemdir
Getur nú verið flott að bjóða svona fínerí við tækifæri.
Hólmdís Hjartardóttir, 25.5.2008 kl. 11:45
Þú getur geymt þetta þangað til Ísland vinnur júróvision
Hólmdís Hjartardóttir, 25.5.2008 kl. 11:47
Þá verður það væntanlega aldrei drukkið Ég sé ekki fyrir mér að við vinnum Júróvísjon nokkurn tíma
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.5.2008 kl. 14:04
þú hefur verið hissa þegar að frumburðunrinn birtist..... þessi börn okkar koma okkur sífelt á óvart.
Kveðja inn í nóttina, hafðu það gott.
Linda litla, 25.5.2008 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.