27.5.2008 | 02:06
Áráttuhegðun
Ég er með allskonar áráttuhegðun, ef ég sé skakka mynd á vegg, verð ég að laga hana. Ef það er ósamræmi í uppröðun á hlutum, verð ég að laga það. Ef fólk talar vitlaust, þá leiðrétti ég það eins og börnin mín.
En af hverju get ég ekki haft áráttu fyrir því að allt sé í röð og reglu heima hjá mér? Mér er alveg sama um allt draslið, ef það er eitthvað á gólfinu klofa ég yfir það, ef eldhúsborðið er fullt af drasli, borða ég í stofunni. Þetta getur ekki talist eðlilegt, en svona er ég bara
Ein meingölluð
Athugasemdir
það er eitthvað ósamræmi í þessu.....þú vilt hafa röð og reglu...þú réttir myndirnar og raðar hlutum....kæra vog(geri þetta nefnilega líka)...en kannski er orkan búin þegar þú klofar yfir draslið ??? Dætur mínar ganga illa um og stundum orka ég ekki meiri tiltekt. En mér er ekki sama.....
Hólmdís Hjartardóttir, 27.5.2008 kl. 02:15
Þetta er ekki alveg eðlilegt, en ég á nú 6 börn og kannski er óreiðan partur af reglunni Ég er orðin vön draslinu og finnst það ekki óþolandi lengur.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.5.2008 kl. 02:24
Ég skil alveg hvað þú meinar, ég lagaðist þegar ég flutti í stærra húsnæði
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 27.5.2008 kl. 08:33
Ég er svona með bækur sem mér finnst ekki nógu vel raðaðar saman í hillu og dauðlangar þá að breyta og færa. Reyni nú samt að hemja mig þegar ég er inn á heimilum hjá fólki og sleppi því að breyta í hillunum
Ef mig vantar einhvern tímann aukavinnu þá auglýsi ég kannski að ég taki að mér að endurskipuleggja bókaskápa hjá fólki hehe.
Björg K. Sigurðardóttir, 27.5.2008 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.