10.6.2008 | 03:29
Yngsta barnabarnið mitt á að mæta í fyrramálið hjá lækni
Hann Daníel Esekíel á að mæta hjá sérfræðingi í fyrramálið, hann er haldinn ættgengum Exotosis, sem eru hnúðamyndanir á beinum. Ég man ekki hvort sérfræðingurinn hans er bæklunarlæknir eða beinasérfræðingur. Hann þarf að koma tvisvar á ári til eftirlits hjá þessum sérfræðingi. Strákurinn er með beinvöxt á óeðlilegum stöðum, til dæmis á herðablöðunum, þar eru stórar beinkúlur og á rifbeini svo eru nokkrar í fótleggjum og handleggjum. Ég vona að enginn beinhnúður sé orðinn það stór að fjarlægja þurfi hann með aðgerð. Strákurinn fékk þennan erfðasjúkdóm, úr föðurættinni sinni. Pabbi hans hefur gengið í gegnum aðgerðir vegna sama sjúkdóms.
Ein sem vonað það besta.
Athugasemdir
Sæl Jóna.
Svo sannarlega vona ég að litli drengurinn,losni algjörlega við þennan sjúkdóm.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 04:31
Góðan daginn Jóna mín. Ég skal krossleggja fingur fyrir hann og senda honum/ykkur ógrýnni af hlýjum hugsununum. Hvernig gekk svo afmælisveislan? Var Daníel Esekíel ekki alveg ofsalega kátur með þetta allt saman?
Tína, 10.6.2008 kl. 05:37
vonum það besta með strákinn
Hólmdís Hjartardóttir, 10.6.2008 kl. 07:33
Ég hef aldrei heyrt um þennan sjúkdóm. Vonandi þarf hann ekki í aðgerð strákurinn. Gangi ykkur vel hjá lækninum.
Linda litla, 10.6.2008 kl. 08:38
Ég vona það besta með guttann litla, vonandi sleppur hann sæmilega frá þessu
Kveðja
Ragnheiður , 10.6.2008 kl. 20:26
Þetta er ólæknandi sjúkdómur, en yfirleitt er hann til friðs á fullorðinsárunum. þegar beinin hætta að vaxa. En það er hætta á því að beinhnúðar verði illkynja, en það er frekar sjaldgæft. Eftir því sem ég veit best.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.6.2008 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.