Þessir dómarar!

Þeir eru alveg sér á báti, það er eins og þeir séu ekki í sambandi við fólkið í landinu.  Þegar dómararnir eru að verðleggja glæpina er ódýrast að nauðga konum og börnum, svo eru hvítflibbaglæpirnir líka á útsölu.  Konan sem rændi 75 milljónum af tryggingarstofnun fékk þrjú ár. 
mbl.is Fimm ára fangelsi fyrir manndrápstilraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Já, stundum virðast dómarar ekki vera í sambandi við nokkra heilasellu sem er í lagi - ætli dómarasellurnar séu bara ekki of uppteknar til að geta tekið þátt í dómarastarfinu? Dómar koma alltaf undarlegri og undarlegri út - sérstaklega eftir allar dómaraembættisveitingar sjálfstæðismanna til eigin félagsmanna/skyldmenna. Eða hvað ...?

Tiger, 13.6.2008 kl. 01:58

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Einkavinavæðingin er náttúrulega slæm.  Þetta á ekki bara við sjálfstæðismennina, þetta á við alla sem eru í pólitík.  Ég held að enginn sé undanskilinn þegar frændsemin og einkavinavæðingin er skoðuð

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.6.2008 kl. 02:04

3 Smámynd: Tína

Því miður er þetta alveg rétt hjá þér Jóna mín. Klíkuskapurinn er oftar en ekki ráðandi, meira að segja hjá manni sjálfum. Maður tekur einhvern nákominn sér fram yfir aðra. Ef maður getur það, þá gerir maður það.

Knús í daginn.

Tína, 13.6.2008 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband