Glæpaköttur? eða hvað?

Ég kom með fullt af harðfiski heim úr vinnunni í kvöld, kunningi minn sem selur harðfisk kom með 5 pakka handa mér sem ég keypti af honum.  Þegar ég kom heim fór Jóna litla inn í eldhús og fékk sér eitt harðfiskflak, svo sneri hún sér við til þess að finna smjörið inni í ísskáp.  Þá heyrði ég kallað úr eldhúsinu " Mamma, ég get svarið það að ég setti fiskinn á borðið og hann er horfinn"  þá sagði ég kveiktu ljósið.  Ég fór fram til þess að athuga málið og kveikti ég ljósið fyrir hana.   Á næsta borði við það sem hún skildi harðfiskflakið var litla prinsessan mín hún Rúsína að gæða sér á harðfiskinum.  Rúsína hefur nokkrum sinnum stolið harðfiskpökkum og stolið innihaldinu úr þeim.  Hinir kettirnir mínir eru ekki svona hrifnir af harðfiskinum.  W00t   Ein sem verður að loka harðfiskinn inni í skáp, þegar hann er til.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Salvör Kristinsdóttir

 þessir kettir eru alveg meiriháttar, þetta var þannig að ég fór inní eldhús að fá mér harðfisk og svo þegar ég var að leita af smjörinu inní ískáp var í nokkurn tima að leita af því því mamma mín á svo stórann ískáp og þegar ég leit aftur á fiskinn var hann horfinn og ég sagði við mömmu mamma ég get svarið það að fiskurinn var þarna en nuna er hann horfinn og mamma sagði með svona tón Jóna mín kveiktu ljósið svo þú sjáir eitthvað eins og ég væri ekki að sjá nógu vel og kom svo og kveikti og sá þá litlu glæpakisuna sína sitja þarna í öllu sínu yndi að éta fiskinn minn hún er svört og féll inní myrkrið og ég sá hana ekki, Og mamma hló og hló og sagði svo gefðu henni smá fisk og hvar er kettlingurinn gefðu honum lika ... og ég hugsaði bara hvað á ég þá að fá ..... en þegar ég gaf rúsínu fisk vildi hún ekki sjá hann ... hún er algjör dramadrottning. svo þegar við fórum út þá sagði ég við hana þú hleypur örruglega á bloggið með þetta og 5 mínótum seinna sagði hún við mig sitjandi við tölvuna Jóna hvað sagðiru aftur þegar þú sást að fiskurinn var horinn..  og svo sleikti litli kettlingurinn varirnar á mér útaf lyktinni og ég setti hann svona 20 sinnum í burtu og frussaði á hann en ekki gafst litla dýrið upp hann elskar mig bara svo mikið og gat ekki hætt að kyssa mig

Jóna Salvör Kristinsdóttir, 13.6.2008 kl. 01:09

2 Smámynd: Linda litla

Þessir kettir eru alveg ótrúlegir, þegar nágrannakona mín kemur í heimsókn, þá kemur hún svo oft með harðfisk handa kisunum mínum. Enda eru þeir með mikla matarást á henni hehehhe

Linda litla, 13.6.2008 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband