Svefntími barna raskast, vegna óstjórnar foreldra

Vegna þess að foreldrarnir eru ekki að standa sig í uppeldishlutverkinu.  Ef þú leyfir barni að vaka of lengi vegna tölvunotkunar, eða sjónvarpsáhorfs er það ekki barninu að kenna.  Þú sem foreldri verður að hafa stjórn á því hvað barnið þitt tekur sér fyrir hendur.  Þú sem foreldri berð fulla ábyrgð á því hvenær barnið fer að sofa og hvort það fái nægan svefn.  Engar afsakanir, barnið mitt " var ekki þreytt"  "barnið mitt er öðruvísi en önnur börn og þarf minni svefn"  Foreldrar eru ábyrgir fyrir því að ala börnin sín rétt upp og passa að þau fái nægan svefn.
mbl.is Börn rænd svefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Sammála.

Ég fæ oft undarlegar augngotur frá fólki þegar að það kemst að því hversu snemma ég sendi minn elsta unga í rúmið. Börn þurfa góðan svefntíma og þau að þau verði unglingar þýðir það ekki að þau þurfi ekki lengur að sofa. Þau eru jú að stækka og þroskast á 100 og þurfa því á svefninum og hvíldinni að halda.

Sporðdrekinn, 16.6.2008 kl. 03:04

2 Smámynd: Tína

Mín skoðun er að fólk ætti að hætta að hugsa "afhverju gerir hann/hún þetta" og hugsa "afhverju ætti hann/hún ekki að gera þetta?". Málið er bara þannig að ef maður kemst upp með eitthvað, þá gerir maður það. Hvort sem um barn eða fullorðinn er að ræða. Oft erum það við sjálf sem köllum ákveðna hegðun yfir okkur.

Knús inn í daginn til þín Jóna mín

Tína, 16.6.2008 kl. 08:55

3 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Heyr, heyr. Þetta er alveg satt.

Þórhildur Daðadóttir, 16.6.2008 kl. 12:39

4 Smámynd: Jóna Salvör Kristinsdóttir

Já eins og strákurinn minn vaknar alltaf á sama tima og sofnar á sama tíma nema þegar ég kom til reykjavíkur þá fór hann að verða leiðinlegur í rúmmið en hefur ekkert verið vandamál þegar ég er heima.. kannski er þetta bara spenningur í honum en þetta er farið að lagast  það tók svo langan tíma að koma þessu í lag seinast þegar ég kom til reykjavikur og strákurinn er engill allra engla :)

Jóna Salvör Kristinsdóttir, 16.6.2008 kl. 13:48

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna, Rúmið það er bara eitt m í rúm   Svo er Reykjavík með stórum staf.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.6.2008 kl. 02:56

6 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég veit að mér kemur þetta ekkert við, svona þar sem að þetta er ekki mitt blogg, en... Ég verð bara að segja þetta:

Jóna Kolbrún: Mér finnst furðulegt að vera að koma með svona aðfinnslu, eins og þú gerir við færsluna hennar Jónu Salvöru. Tja nema að þú sért mamma hennar.

Sporðdrekinn, 17.6.2008 kl. 03:10

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er mamma hennar !!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.6.2008 kl. 03:42

8 Smámynd: Sporðdrekinn

Sporðdrekinn, 17.6.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband