17.6.2008 | 02:11
Garðsláttur og fíflahreinsun
Ég og dóttir mín hún Jóna litla, vorum duglegar í gær. Sláttuvélin mín var loksins sett í gang eftir langa hvíld. Grasið í garðinum mínum var orðið frekar hátt, og átti sláttuvélin í mestu erfiðleikum, hún drap oft á sér vegna mikils grass. Svo þegar slætti var næstum lokið, var sláttuvélin færð á hinn grasblettinn minn. Þá datt undan henni hjól, Jóna litla skrúfaði það aftur á og hélt áfram slættinum. Ég rakaði megnið af garðinum og upprætti ótrúlega marga fífla, núna er ég með smá harðsperrur eftir garðvinnuna í gær, og er lituð á fingrunum eftir fíflana. Ég skrúbbaði og skrúbbaði hendurnar með góðum bursta og sápu áður en ég fór í vinnuna í kvöld, samt losnaði ég ekki við litinn sem fíflarnir skildu eftir sig.
Ein þreytt, sem er að fara að sofa.
Athugasemdir
Hvað segirðu dúllan mín............................ hvenær á að taka mann í slökunarnámskeið?
Vonandi ertu vel úthvíld og tilbúin í skemmtilegan þjóðhátíðardag. Kramkveðjur að austan.
Tína, 17.6.2008 kl. 09:16
Innlitskvitt og gleðilegan hátíðardag
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.6.2008 kl. 15:37
Hahaha .. Jóna mín, sko - þegar ég las fyrirsögnina "Garðsláttur og fíflahreinsun" - sá ég þig strax fyrir mér slá blettinn þinn - ennnn - svo í öllum hamaganginum og æsingnum myndir þú ekki geta hætt heldur færir á Alþingi og þar færir þú í "fíflahreinsun" ... omæómæ.
Knús á þig ljúfan og hafðu ljúfa nótt.
Tiger, 18.6.2008 kl. 01:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.