10 nýjar myndir

Ég er búin að vera dugleg að bæta við myndum hjá mér, í gær og í dag hef ég bætt 10 nýjum myndum í myndaalbúmið mitt.  Ég fór í gærdag á 17, júni hátíðarhöldin hérna á Nesinu.  Fyrst fórum við út í Eiðistorg og horfðum við á skemmtiatriðin þar, svo var haldið í félagsheimilið.  Þar var þetta líka fína kaffihlaðborð, og fannst mér það frekar ódýrt miðað við það hversu flott það var.  Ég borgaði 4.500 kr.  fyrir okkur öll, við vorum 4 eldri en 10 ára og eitt undir 10 ára.  Verð á veitingunum var 1000 kr. fyrir eldri en 10 ára og 500 fyrir börn.  Whistling Svo í kvöld var ég að vinna á barnum, það var ekkert sérstaklega mikið á gera hjá mér.  Það voru mest fastakúnnar sem voru á barnum í kvöld.  W00t  Ein þreytt eftir langan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Fallegir túlípanarnir en jafnframt furðuleg. Vonandi náðir þú að hvílast vel yndislega kona og gaman að heyra að þú hafðir góðan dag í gær.

Tína, 18.6.2008 kl. 07:08

2 Smámynd: Jóna Salvör Kristinsdóttir

mamma mín það er ekkert sérstaklega mikið að gera hjá mér ekki mikið á gera hjá mér ehehheehhe flottar myndir skvís

Jóna Salvör Kristinsdóttir, 18.6.2008 kl. 15:48

3 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Flottar myndir

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 18.6.2008 kl. 22:25

4 Smámynd: Linda litla

Vá túlípanarnir eru æðislegir, hef aldrei séð svarta túlípana áður.

Linda litla, 19.6.2008 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband