Góðviðrisdagar

Ég er ekki mikið fyrir svona góðviðrisdaga, mér finnst best að vera inni þegar sólin skín.  Þegar ég fer út að reykja reyni ég að forðast sólina eins og ég get.  Í gær fór ég bara út með hundinn og var ég ekki lengi úti, ég var að bráðna úr hita.  Ég reyni að sitja í skugganum þegar ég get, húðin á mér þolir ekki meira sólskyn.  Ég er farin að fá hræðilega dökkbrúna bletti í andlitið, ef sólin skín of lengi á mig.    Ein sólarfæla

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Og það er ekki einu sinni hlýtt...

Hólmdís Hjartardóttir, 24.6.2008 kl. 01:50

2 Smámynd: Tína

Hér á Selfossi er búið að vera sannkallað sólarstrandaveður. Allavega hérna í garðinum hjá mér. En ertu með sólarofnæmi krútta? Gætir kannski fengið eitthvað við því.

Knús inn í daginn þinn

Tína, 24.6.2008 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband