Hérna á Íslandi gilda svipaðar reglur

Það er ekki skrítið að Svíar, séu svolítið sér á báti, að fara með svona mál fyrir dómstóla.  Hérna gilda þær reglur í skólanum sem dóttir mín sækir.  Ef öllum, annaðhvort stelpum eða strákum eða öllum bekknum er ekki boðið í afmælið, má ekki dreifa boðskorti í skólanum.  Það er ekki leyft að skilja út krakka í afmælisboðskortum, sem dreift er í skólanum.  Mér finnst þetta sanngjörn regla, að einhver börn séu alltaf skilin útundan í afmælisboðum.  Hvað fólk gerir í sínum eigin tíma, með heimsendum boðskortum er allt annað mál. 
mbl.is Barnaafmæli veldur uppnámi í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála þér

Hólmdís Hjartardóttir, 30.6.2008 kl. 01:02

2 Smámynd: corvus corax

Ég get nú ekki verið sammála þér þegar þú segir að þér finnist það sanngjörn regla, að einhver börn séu alltaf skilin útundan í afmælisboðum! Mér finnst það mjög ósanngjörn regla að skilja alltaf einhver börn útundan í afmælisboðum, ég verð að segja það.

corvus corax, 30.6.2008 kl. 12:13

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Úps þetta kom alveg vitlaust út úr mér.  Ég hef skrifað "alltaf" þar sem "ekki" átti að standa.  Takk fyrir að benda mér á þetta corvus corax.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.6.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband