Rabbabarasulta

Rabbabarasultan sem ég geri árlega er á dagskrá í þessari viku, ég keypti sykurinn á föstudaginn og bíð ég núna eftir smá orkuskoti til þess að nenna að fara í vinnuna sem fylgir, tína rabbabarann hreinsa hann og skera niður.  Ég á nógu margar sultukrukkur, það þarf bara að sótthreinsa þær og þá get ég farið af stað.  Ég nota gamla uppskrift ömmu minnar, mér finnst það vera besta rabbabarasulta í heiminum.  W00t   Ein gamaldags

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hún er 100% náttúruleg,  þ.e.a.s ég nota engin aukaefni, bara rabbabara og sykur   Hún geymist í mörg ár óopnuð.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.6.2008 kl. 02:18

2 Smámynd: Jóna Salvör Kristinsdóttir

Þetta er geggjað góð rabbabarasulta

Jóna Salvör Kristinsdóttir, 30.6.2008 kl. 02:26

3 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Það er gott að vera pínu gamaldags, RISA KNÚS

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 30.6.2008 kl. 08:46

4 Smámynd: Tína

Væri ekki séns á að fá uppskriftina hérna á síðuna þína mín elskuleg? Ég er alltaf með fullt af rababara hérna úti í garði ár eftir ár, sem væri nú gaman að gera eitthvað úr. Bara svona til tilbreytingar.

Hafðu það annars gott sæta og mundu að fara vel með þig.

Tína, 30.6.2008 kl. 17:39

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

butterfly021

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.6.2008 kl. 18:58

6 Smámynd: Tiger

 En þú dugleg sko - heimagerð rabbarasulta! Það er náttúrulega langbesta sultan en ég geri hana líka eins og þú - bara með sykur og engu öðru - en hluti af sykrinum hjá mér er Púðusykur - geggjað gott.

Knús á þig gamaldags dugnaðarforkur ..

Tiger, 30.6.2008 kl. 22:08

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Ég nota líka púðursykur, við hljótum að vera með sömu uppskriftina

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.7.2008 kl. 00:20

8 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Rabbabarasulta! Það er sko liðin tíð en skemmtileg var hún. Ég tók upp rabbabarann í garðinum mínum og mamma bjó til sultu. Ég á nú ekki garð lengur og líklega of löt til að sulta og þyrfti líklega að handjárna syni mína þegar þeir koma í heimsókn og mata þá á sultunni. Nei þetta er of mikið mál finnst mér

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 1.7.2008 kl. 00:24

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Uppskriftin mín er svona í minn pott komast 4 kíló af rabbabara, og fjögur kíló af sykri, þar af er 3,5 kíló hvítur sykur og hálft kíló af dökkum púðursykri.  Ég brytja rabbabarann frekar smátt, set svo eitt kíló af rabbabara og eitt kíló af sykri þar til potturinn er vel fullur.  Svo er beðið næsta dags og þá er suðan látin koma upp, frekar hægt og svo soðið í 3-4 klukkutíma, fer eftir hitastigi.  En mér finnst best að sjóða hann við eins lágan hita og hægt er.  Hræra í þegar maður nennir, og undirbúa krukkurnar.  Ég sýð allt heila klabbið krukkurnar og lokin til að sótthreinsa, ef hreinlæti er passað geymist sultan í mörg ár:)

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.7.2008 kl. 00:26

10 Smámynd: Tiger

Jamm Jóna mín, ég sé að við erum bæði með gömlu góðu uppskriftina að sultunni. Ég er líka með hálft kg af dökkum púðursykri á móti sama magni og hjá þér.

Ég reyndar bara hálfsýð sultuna fyrst - og hakka hana svo - en sýð hana svo áfram eftir hökkun. Þá verður hún svo dúnmjúk og tægjulaus. Ég nota sultu bara með nákvæmlega öllu sem ég læt ofan í mig sko.. elska nýja rabbabarasultu.

Knús í sultugerðina þína ljúfan ...

Tiger, 1.7.2008 kl. 02:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband