5.7.2008 | 03:36
Þessi gaur er latari en ég
Ef ég þyrfti að fara 200 metra leið í mína vinnu, færi ég ekki á mínum eðalvagni. Það tekur því ekki að setja bílinn í gang fyrir svona stutta vegalengd. Þessi maður er örugglega vel kominn að þessum verðlaunum, um bjánalegustu bílferðina.
Bjánalegasta bílferðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
er svo sammála þér að hann sé vel að verðlaununum kominn. Annars vildi ég segja þér að ég gerði sultuna í gær og gaf nágranna mína krukku. Svo vissi ég ekki fyrr en annar nágranni skundaði hingað sármóðgaður yfir að hafa ekki líka fengið sultu (sá er víst rabbabarasultu maður dauðans) en fór héðan hinn hamingjusamasti með eina krukku og er ég voðalega vinsæl í götunni núna. Sultan fékk hins vegar fyrstu einkun frá þessum manni. Takk fyrir þetta Jóna mín .
P.s Ef sultan er of þykk að mínu mati......................... hvað geri ég þá?
Tína, 5.7.2008 kl. 09:09
Jóna mín ég ætla nú bara að segja þér að það bíður þín langur lestur mín megin Ég hef stundum svo gaman að riðja úr mér orðum sérstaklega ef fólk hefur áhuga á að lesa það sem ég skrifa og segir sína skoðun á því. En þetta varð eiginlega lengra en bloggið, ég er bara í svo miklu pælingarstuði þessa dagana, þetta kemur í periodum hjá mér og líður nú brátt hjá
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 5.7.2008 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.