Sveitin mín

Orkuveita Reykjavíkur á að fá tæpar sextíu milljónir króna í dráttarvexti vegna skemmda á dælustöð í Kaldárholti árið 2000.  Stöðvarhúsið var reist í Kaldárholti árið 1999 af hitaveitu Rangæinga.  Deilan snýst um það hvort skemmdir vegna sigs hússins mætti rekja til jarðskjálftans.  Húsið er byggt í mýri, það veit ég þar sem þetta er sveitin mín.  Nefnd vegna laga um Viðlagatryggingu Íslands felldi nýlega úrskurð um að borga skuli Orkuveitunni rúmar þrjátíu milljónir í bætur vegna dælustöðvarinnar ásamt vöxtum sem nema nærri sextíu milljónum.  Þar að auki vilja þeir fá kostnað fyrirtækisins vegna málsins bættan en hann nemur á þriðja tug milljóna króna.  Samtals gerir Orkuveitan því kröfu um að fá greiddar 115 milljónir vegna dælustöðvarinnar   sem vátryggð var fyrir rúmar 35 milljónir fyrir átta árum.  Þessi frétt er beint úr fréttablaðinu.   Nema þar sem ég tala um sveitina mína.  Ég var í sveit í Kaldárholti í þrjú sumur þegar ég var unglingur, þau hafa verið eins og önnur fjölskylda mín síðan þá.  Það er talið að seinni Suðurlandsskjálftinn árið 2000 hafi átt upptök sín í Kaldárholti.  Heart Heart   Ein sveitastelpa

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Farðu vel með þig í dag sveitastelpa

Tína, 16.7.2008 kl. 07:49

2 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Kæra sveita stelpa, þetta er besta sveit í heimi. Kaldárholt, var þar hjá ömmu minni. En hvað heitir  dóttir þín sem býr í Fljótunum og hvar býr hún. Bestu kveðjur og knús hin sveitastelpan

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 16.7.2008 kl. 09:49

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 16.7.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband