Bloggfráhvörf

Ég er alveg viss um það að ég á eftir að þjást af bloggfráhvörfum næstu 11 daga.  Ég er strax komin með heimþrá, og ég er ekki farin að heiman ennþá.  Ég á eftir að sakna barnanna minna og dýranna alveg hræðilega, en ég ætla samt að njóta ferðarinnar og Finnlands mikið.  Svo ætla ég að slappa mikið af, og hvíla mig mikið W00t   Ein sem er alveg að leggja af stað í fríið

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Jóna mín - ég vildi bara óska þér alls hins langbesta og vona að þú hafir það yndislegt í ferðinni þinni!

Þó þú sért ekki mikið fyrir knús þá ætla ég að senda þér hérna STÓRT KNÚS sem þú átt að hafa  með þér svo þú gleymir okkur ekki!

Góða ferð elsku Jóna mín og njóttu nú vel!

Tiger, 21.7.2008 kl. 02:18

2 Smámynd: Tína

Góða ferð fallegust. Gott þú getir loksins hvílt þig kona. Alveg kominn tími á það held ég.

Farðu vel með þig.

Tína, 21.7.2008 kl. 08:13

3 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Ekki sakna barnanna þinna, þau eru á Íslandi og gleðjast með mömmu sinni :) Og bara njóttu þín sem allra best, þetta er ævintýri og þú kemur heim aftur og allir taka á móti þér hressir og kátir

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 21.7.2008 kl. 08:38

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 21.7.2008 kl. 10:10

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Góða ferð elsku Jóna mín og njóttu þess að slappa af og dekra við sjálfan þig,.þú átt það svo sannarlega skilið

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.7.2008 kl. 13:50

6 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu það ljúft í Finnlandi og skemmtu þér vel og njóttu þess í botn hlakka svo til að heyra hvernig var

Brynja skordal, 21.7.2008 kl. 15:09

7 Smámynd: Linda litla

Í guðanna bænum Jóna.... farðu ekki að fá heimþrá, þú ert ekki einu sinni farin til Finnlands.

Njóttu þess að fara þangað í fríinu þínu og skemmtu þér vel, þú átt það víst alveg örugglega skilið.

Linda litla, 21.7.2008 kl. 20:05

8 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Knús knús Jóna og reyndu nú að njóta frísins. Knús úr Skagafirði

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 21.7.2008 kl. 21:50

9 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég vona að þú hafir það virkilega gott í Finnlandi, og Jóna mín, frí eru til að njóta en ekki til að sakna..... þótt ég skilji nú alveg hvað þú átt við. Hvíldu þig vel og safnaðu orku. Hlakka til að "heyra" í þér næst

Bestu ferðaóskir,

Lilja G. Bolladóttir, 22.7.2008 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband