8.8.2008 | 01:50
Heilaleikfimi
Ekki held ég að heilaleikfimi hafi minni áhrif en þessi líkamlega þjálfun. Ég las það einhversstaðar að allt nám, krossgátur og allsskonar þrautir fyrir heilann, hafi góð áhrif. Það minnki líkurnar á Alzheimer og öðrum minnisglöpum. Síðan ég fór að læra finnskuna, hefur minni mitt batnað mikið. Ein námfús
Líkamsrækt verndar heilann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, ég las það líka einhvern tíman að allt það efni sem maður þarf að pæla vel í væri gott fyrir heilann. Þrautir og krossgátur - sem og jafnvel leikir sem þarf að úthugsa til að leysa.
Hafðu ljúfa nótt Jóna mín og góðan dag á morgun - og já - velkomin aftur heim!!!
Tiger, 8.8.2008 kl. 02:21
við verðum þrælskírar í ellinni
Hólmdís Hjartardóttir, 8.8.2008 kl. 11:35
Nú það er þess vegna sem mér er að fara svona aftur, þar kom skýringin, hef ekki farið í leifimi í 16 mán amk eftir að hafa farið nánast hvern dag meiri hluta ævinnar. En það stendur til bóta. Árans bíllinn er á leiðinni næstu daga, annnars geri ég eitthvað róttækt!! En Jóna mín, ég held að finnskan dugi til að halda þér skýrri næstu 100 árin :)
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 8.8.2008 kl. 18:45
Hehe...finnsku,þú ert nokkuð góð....
Agnes Ólöf Thorarensen, 8.8.2008 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.