16.8.2008 | 00:15
Ferðasagan, seinni hluti
Þetta er ferjan sem ég fór með frá Helsinki til Tallin í Eistlandi. Þessi frábæra ferja er með þeim stærstu í heiminum í dag, hún fór í sína jómfrúarferð þann 15 júlí 2008 þannig að ferjan var bara búin að vera í notkun í þrjár vikur. Káetan mín var á dekki 9 og var það næst efsta hæðin í skipinu. Þetta var algjör lúxusferð, um borð í ferjunni voru 5 skemmtistaðir, margir veitingastaðir nokkrar verslanir og spilavíti. Um kvöldið var mjög flott ball í stærsta skemmtistaðnum um borð, þar var frábær finnsk hljómsveit og svo var skrautsýning af bestu gerð sem heitir Viva Las Vegas og var hún frábær.
Þetta er mynd af káetunni, við gistum um borð í höfninni í Tallin og átti að fara í skoðunarferð um Tallin um morguninn. Vinur minn var eitthvað slappur og fórum við ekkert úr skipinu í þetta skiptið. Þessi ferð með ferjunni kostaði bara 64 evrur og þótti mér það ódýrt. Ein ferðaglöð
Athugasemdir
Frábært, þetta hefur verið gaman
Einar Örn Einarsson, 16.8.2008 kl. 03:33
Æðislegt hjá þér, Jóna kelling. Þú kannt að skipuleggja það. .....og hvað gerðuð þið vinurinn þá í staðinn, fyst hann gat ekki farið frá borði????
Lilja G. Bolladóttir, 16.8.2008 kl. 05:00
Ohhhh hvað ég væri til í ferð á skemmtiferðaskipi. Gæti alveg trúað að þetta sé upplifun út af fyrir sig.
Eigðu góða helgi ljúfust
Tína, 16.8.2008 kl. 09:09
Lilja G. Bolladóttir. Hann svaf í káetunni, ég fór á fætur klukkan átta og fór upp á efsta dekk til þess að reykja og fór í sólbað í leiðinni. Ég sat í sólbaði í rúman klukkutíma þá kom vinurinn að leita að mér, og fórum við í morgunverðarhlaðborð. Eftir það fór ég aftur upp á dekk og sat ég í sólbaði fram að hádegi. Hann er ekki þannig "vinur" bara venjulegur vinur
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.8.2008 kl. 02:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.