19.8.2008 | 02:36
Ég hlakka ekki til
Skólinn er að byrja hjá krökkunum í þessari viku. Ég er búin að sofa út í allt sumar, núna byrjar aftur rútínan. Þar sem ég er svona næturmanneskja er ég oft frekar þreytt þegar vekjaraklukkan hringir klukkan 7.30 Sem betur fer get ég alltaf lagt mig á daginn, á meðan börnin eru í skólanum. Ég er samt búin að njóta þess að sofa alltaf til 10 á morgnana í allt sumar, nema þegar ég vaknaði áður en vekjaraklukkan hringdi á morgnana.
Ein morgunsvæf
Athugasemdir
Oshit, ég kvíði þessu líka, er algjör næturgöltur eins og þú. Mér finnst sumarið hafa liðið allt of hratt og kvíði því að fara inn í þessa vetrarrútínu
....sá svarið frá þér við ferðasögunni..... ónei, ég meinti sko ekkert þannig með þessu..... ....bara að forvitnast hvað hægt væri að gera á svona flottu skipi, innan káetu sem utan....híhí...
Lilja G. Bolladóttir, 19.8.2008 kl. 02:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.