Sýking

Örverpið mitt er með sýkingu.  Fyrir u.þ.b tveimur mánuðum síðan fór ég með hana til læknis.  Vegna bólgu í stórutá, læknirinn sá og fann að stóratáin var bólgin.  Hann sagði okkur að bíða og sjá til.  Í gær urðu kaflaskipti í þessari bólgnu tá, örverpið sagðist hafa stigið á stein eða eitthvað smátt og það varð sprenging í tánni.  Ég fór að skoða tána og sá að sýking var í tánni.  Næsta mál á dagskrá var að ná í sprittið og plástur.  Ég fór að nudda tána og var hún frekar bólgin, eftir smá nudd varð sprenging í tánni.  Graftarvilsa skaust langar leiðir, og lenti á handlegg örverpisins.  Og ekkert venjuleg graftarvilsa, þessi var þykk og strimlakennd.  Mér stóð nú ekkert á sama og sótthreinsaði tána og bjó um hana.  Sick   Svo tveimur tímum seinna var örverpið farið að kvarta um verki í tánni, umbúðirnar voru rifnar af og aftur var táin nudduð og sótthreinsuð.  Meiri gröftur kom út úr tánni og örverpinu leist ekki á blikuna, henni var mjög illt í tánni.  Á morgun verður líklega farið á læknavaktina til þess að láta kíkja á tána.  Woundering   Ein vön ummönnun sjúklinga

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

MySpace and Orkut Heart Glitter Graphic - 5Innlitskvitt og knús kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.8.2008 kl. 20:21

2 Smámynd: Tína

Shit hvað þetta hljómar hrikalega illa. Er ekki spurning Jóna mín að fara með hana strax? Ég reyndar veit ekkert um svona, en er ekki hætt við blóðsýkingu? Úfffff greyið stelpan. Leyfðu okkur endilega að fylgjast með framvindu mála krútta.

Mér líst ekkert á þetta.

Knús á ykkur báðar, frá áhyggjufullri tjellingu á Selfossi

Tína, 31.8.2008 kl. 20:59

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þessi tá hljómar aldeilis ekki vel - knús á örverpið Jóna mín

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 31.8.2008 kl. 21:30

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég nennti ekki að fara með hana á læknavaktina, en panta tíma hjá heimilislækninum í fyrramálið.  Það hefur gengið vel að hreinsa gröft úr tánni í dag sunnudag.  Mér finnst bólgan vera að hjaðna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.9.2008 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband