Nágrannarnir eru farnir að safna ógangfærum bílum

Ég bý í  götu þar sem lítið er um bílastæði, undanfarna daga hafa stæðin verið að fyllast af ógangfærum bílum sem eru dregnir hingað.  Núna eru 4 ógangfærir bílar í stæðunum, svo er fólkið niðri á allavega 4 gangfærum bílum.  Þannig að íbúar einnar íbúðar eru að taka 8 bílastæði, fyrir utan alla gestina sem eru að koma og fara allann sólarhringinn.  Svo lenti ég í smá sjokki í morgun, þegar ég var úti að reykja.  Ég ætla að spyrja ykkur sem lesið þetta hvað hefðir þú gert?   Ung kona býr á neðri hæðinni hjá mér hún er með u.þ.b 6-8 mánaða gamalt barn.  Hún kom út með barnið setti það í aftursætið á bílnum, og festi það með öryggisbelti bílsins, barnið var ekki sett í neinn barnastól.  Bara skellt á sætið og beltið sett yfir.   Þessi kona skilur ekkert tungumál, nema móðurmálið sem ég kann ekki stakt orð í.  Átti ég að stoppa hana, hringja í lögguna eða hvað?  Shocking   Ein hneyksluð

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

úff............sennilega áttirðu að hringja á lögreglu

Hólmdís Hjartardóttir, 8.9.2008 kl. 04:03

2 Smámynd: Tína

Tek undir með Hólmdísi................. en ég verð að segja eins og er að ég er alls ekki viss um að ég hefði gert neitt nema hneykslast og hugsað hvað ég ætti að gera. Spurning hvort hún eigi barnabílsstól?

Hvernig er svo táin á örverpinu? Er það alveg komið í lag?

Hafðu það annars yndislega ljúft í dag kæra vinkona

Tína, 8.9.2008 kl. 06:44

3 Smámynd: Ragnheiður

Ég man þá tíð þegar maður þvældist um með krakkana í bílum, engin belti í aftursætum sumra bílanna og liðið var bara allt laust. Ef manni áskotnaðist barnastóll þá varð að rífa bílinn til að koma festingunum fyrir þar sem þær áttu að koma.

Þannig að mitt svar við spurningunni : ég hefði ekki gert neitt og tæpast orðið hneyksluð heldur.

(mér skilst að ég sjálf hafi alltaf verið með mælaborðið í mömmubíl þrykkt á andlitið, mamma bremsaði og ég skall fram)

Ragnheiður , 8.9.2008 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband