Ég hef alltaf verið blá

Ég hef kosið sjálfstæðisflokkinn, frá 18 ára aldri.   Núna hef ég gert upp hug minn fyrir næstu kosningar, á landsvísu.  Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki fá mitt atkvæði,  ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég mun kjósa, í dag.   Í bæjarpólitíkinni hérna á Nesinu kýs ég að sjálfsögðu minn gamla flokk.  En ég held að tími Sjálfsstæðisflokksins í Alþingiskosningunum sé liðinn, og í Reykjavík líka.  W00t   Ein sem ætlar að skipta um flokk, og muna að kjósa ekki x-d. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

heyr heyr.

Annars vil ég kjósa fólk en ekki flokka

Hólmdís Hjartardóttir, 14.9.2008 kl. 15:28

2 Smámynd: Sigrún Óskars

ég er sammála Hólmdísi, vill kjósa fólk en ekki flokka.

Sigrún Óskars, 14.9.2008 kl. 17:23

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Okey, Jóna, einhvernveginn hef ég ekki ímyndað mér þig sem bláa..... en ég er sammála þér, hef einmitt verið skráð í Sjálfstæðisflokkinn frá því að ég var 18 ára, hef reyndar ekki alltaf kosið hann, eins og t.d. þegar mér fannst Davíð Oddsson orðinn helst til of einráður og farinn að líta á sig sem kóng og okkur sem fífl, þá neitaði ég að kjóasa apparatið.

En það er alveg víst, að ég mun ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum, og ég held að það sé rétt hjá þér, tími flokksins er liðinn í Reykjavík og líklega líka í ríkisstjórn.

Lilja G. Bolladóttir, 14.9.2008 kl. 19:12

4 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Húrra fyrir því

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 14.9.2008 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband