Leyfar fellibyls

Ég man eftir svoleiðis veðri sem gekk yfir landið í september árið 1973, þá bjó ég í Bakkavörinni.  Það skall á um kvöld, gestir voru heima hjá mér.  Þegar allt varð vitlaust, þakplötur tóku að fjúka af okkar húsi og húsinu fyrir neðan okkur.  Þakplöturnar af húsinu fyrir neðan okkur fuku á okkar hús og skapaði mikla hættu.  Fjölskyldan mín og gestirnir voru fyrst í eldhúsinu og svo flúðum við fram á gang, þar sem engin rúða sneri í suður á meðan mesti djöfulgangurinn var.  Ég man ennþá hljóðin þegar þakplöturnar voru að losna, fyrst bank bank bank svo leið lengra á milli hljóðanna svo hætti það í smá stund, sú plata var farin svo byrjaði aftur bankið.  Í þessu veðri gerði líka úthellisrigningu og fylltist þakið okkar af vatni, ég og systur mínar fórum í skólann morguninn eftir.  Svo var hringt í skólann og sagt að við ættum að fara heim strax, við þurftum að hjálpa mömmu og pabba að ausa vatni af þakplötunni vegna þess að vatn var farið að flæða inn til okkar.  Þetta var alveg ótrúlega vont veður og þjáist ég ennþá af veðurhræðslu.  Ég vona að þetta veður verði ekki svona slæmt. 
mbl.is Varað við vatnsveðri annað kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jóna mín.

Það er aldrei nógu vel brýnt fyrir fólki að hemja allt lauslegt fyrr en allt draslið er komið inn um gluggan og jafnvel upp í rúm.

ÞÁ ER FARIÐ OG HRINGT EFTIR AÐSTOÐ.

SVONA ERU MARGIR ÍSLENDINGAR.......ÞVÍ MIÐUR.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 02:21

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Heyrðu, ég man alveg eftir þessu í sept. ´73. Þá var ég 5 mánaða og man hvað mamma mjólkaði illa af hræðslu.... öhh nei, ég er að rugla, þá bjuggum við í Danmörku, og ég man ekkert eftir mér á þessum tíma

Man samt eftir fellibyl í Danmörku þegar ég bjó þar árið 1999, kannski í byrjun ársins 2000, en allavega þá brotnuðu niður heilu skógarnir, tré féllu yfir lestarteina og samgöngur lágu niðri í langan tíma. Já, þetta var líklega í des. ´99, því ég man að allt jólaskraut sem búið var að setja upp í Danmörku, fauk út í veður og vind, þar á meðal fínu skreytingarnar á Strikinu. Atvinnulífið lagðist pínu niður, því í DK ferðast flestir með almenningssamgöngum og þegar þær voru óvirkar, þá hafði fólk vel lögmæta afsökun fyrir því að mæta ekki í vinnu.... þannig urðu til nokkrir kósý dagar í vonsku veðri, með eld í kamínunni og kakó í bolla, alveg án þess að maður hefði nokkuð að segja um það. Maður var bara "veðurtepptur" þótt svo það væri ekki snjókorn á jörðinni, það voru bara engar lestar og þá komst maður ekki lönd né strönd.

En annars, þá ertu klukkuð af mér...... og ef þú ert fúl yfir því, þá er þetta allt Hólmdísi að kenna.....

Lilja G. Bolladóttir, 16.9.2008 kl. 05:05

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Lilja....

Hólmdís Hjartardóttir, 16.9.2008 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband