20.9.2008 | 02:04
Pestarbæli
Tvö af börnunum mínum eru komin með einhverja pest, kvef, hósti og almennur slappleiki. Sú brottflutta er núna sofandi í mínu rúmi, hún er ótrúlega slöpp. Hún er komin með berkjubólgu og hóstar mikið, sonurinn er ekki jafn slæmur en hann hóstar mikið líka. Ég vona að við hin sleppum við þessa pest.
Í kvöld fór ég í góðan göngutúr með hundinn minn, veðrið var þannig að það var varla hundi út sigandi. Rok og slagveðursrigning. Ég fór í regngallann minn og nýju fínu Nokia stígvélin mín, þegar við komum heim var ég þurr en hundurinn eins og hann hefði verið að synda, alveg rennandi blautur. Það var svolítið sárt að ganga á móti vindinum í kvöld regndroparnir börðu mig í andlitið og er ég ennþá rauð í framan 3 tímum seinna. En hressandi var göngutúrinn okkar Úlfs. Ein sem elskar rok og rigningu
Athugasemdir
vonandi hressast börnin fljótt........já þetta er algert skítaveður
Hólmdís Hjartardóttir, 20.9.2008 kl. 13:20
Innlitskvitt og góða ljúfa helgi
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.9.2008 kl. 16:22
Þú hefur kannski ekki heyrt máltakið, að það sé ekki hundi út sigandi.....??
Vonandi hressast krakkarnir fljótlega!!
Lilja G. Bolladóttir, 20.9.2008 kl. 16:57
Lilja að sjálfsögðu hef ég heyrt máltakið og nota það í færslunni minni. Muna bara að lesa allt saman
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.9.2008 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.