Þursabit

Ég er að drepast úr verkjum, ég fékk þursabit í vinnunni í kvöld.  Ég var að standa upp úr stól þegar eitthvað gerðist í hægri mjöðminni á mér.  Verkur sem var svo slæmur að ég gat varla gengið.  Þegar vinnan var búin þurfti ég að keyra heim, og það var ekki auðvelt.  Bara það að lyfta hægri fætinum á milli bensíngjafar og bremsu var hræðilega sárt.  Samt komst ég heim, og á ég erfitt með það að sitja hérna og blogga Whistling    En ég læt mig hafa það að sitja hérna í smá stund, og ætla ég að reyna að fara snemma að sofa núna.  W00t   Ein þjáð

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

hitapúði og koníak........vonandi vaknarðu skárri á morgun kerla mín

Hólmdís Hjartardóttir, 23.9.2008 kl. 02:09

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Nei, ég fæ mér alltaf koníak þegar mér finnst hálsbólga eða kvef vera að koma í mig, það svínvirkar.  Ibufen er skárra við svona þursabiti passa sig að sitja ekki of lengi í sömu stellingu  Atsjúúú, hmm Atsjúúú jeminn eini ég fæ mér koníak, bara til öryggis.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.9.2008 kl. 02:17

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já það er öruggara

Hólmdís Hjartardóttir, 23.9.2008 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband