Sing-A-Long

Ég fór að sjá Mamma Mia í kvöld, svona Sing-A-Long útgáfu af myndinni.  Ég skemmti mér ásamt öllum hinum í stóra salnum í Háskólabíó,  þar var fólk á öllum aldri frá 3ja og uppúr.  Fyrst skemmtu Selma og Jóhanna held ég að hin heiti.  Svo byrjaði myndin, alltaf þegar söngatriði voru stóðum við upp og sungum með.  Það var mikið klappað og hlegið.  Ég var nú mest hissa á því að vínveitingar væru á boðstólnum.  Ekki hafði ég hugmynd um það að Háskólabíó hefði vínveitingaleyfi.  Ég þurfti að standa nokkuð oft upp á milli laganna líka, vegna þess að fyrir innan mig sátu 5 strákar sem voru rápandi alla myndina.  Þeir drukku stíft, og fylgdi drykkjunni klósettferðir í tíma og ótíma.  Strákarnir voru samt prúðir og kurteisir, og taldi ég það ekki eftir mér að standa upp fyrir þeim.  Ég hefði fært mig hefði þetta valdið mér hugarangri Smile   En þetta var hin besta skemmtun og væri ég alveg tilbúin að fara aftur á svona sýningu.  Ein sem syngur með

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Góð Jóna!

Gaman að þú skemmtir þér vel. Ég fékk hvolpavitið undir ABBA músikinni svo hún vekur upp margar ljúfar minningar.

Thank you for the Music.

Einar Örn Einarsson, 28.9.2008 kl. 01:40

2 Smámynd: Linda litla

Ég er örugglega eini íslendingurinn sem ekki hefur séð myndina. Gott að þú skemmtir þér vel.

Linda litla, 28.9.2008 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband