30.9.2008 | 02:12
Er núna komin kreppa?
Þessi yfirtaka á Glitni er náttúrulega frétt dagsins. Ég hef nokkrar spurningar fyrir stjórnvöld vegna yfirtökunnar. Til dæmis, verða sett lög á risa starfslokasamninga? Verða laun stjórnenda bankans löguð að almennum launum? Þar sem við skattgreiðendur eru núna eigendur bankans, verður tekið tillit til okkar, hins almenna launþega? Eða heldur sama óráðsían áfram? Ein spurul
Stjórnendur Glitnis hefðu mátt fara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Afhverju spyrðu svona mikið?....þú veist að okkur kemur þetta ekki við..............þannig finnst mér Geirharður svara þjóðinni
Hólmdís Hjartardóttir, 30.9.2008 kl. 02:26
Hahahahah Geirharður, þvílíkt réttnefni á manninum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.9.2008 kl. 02:27
Já, Jóna mín, að sjálfsögðu verða laun bankastarfsmanna nú löguð að öðrum ríkislaunum. T.d. er viðskiptafræðingur með þriggja ára háskólamenntun, hann hlýtur því núna að fá verulega lægri laun heldur en ég með mína fjögurra ára háskólamenntun. Lögfræðingarnir fá minna en ljósmæður og aðeins meira en ég.
Starfslokasamningar?? Nei, núna þegar starfsmennirnir verða ríkisstarfsmenn þá verður staðan einfaldlega sú, að það verður aldrei hægt að losna við þá aftur.....
Lilja G. Bolladóttir, 30.9.2008 kl. 02:31
Vonandi!! Það verður að setja lög og banna alla starfslokasamninga, og lækka launin hjá þessum fávitum
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.9.2008 kl. 02:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.