Börnin skynja áhyggjurnar í þjóðfélaginu.

Mín yngsta dóttir hefur áhyggjur af því hvort hún fái að borða, hvort að matur verði uppseldur eða ófáanlegur í búðunum í náinni framtíð.  Ég fullvissaði hana um það að nægur matur væri og yrði til í búðunum í náinni framtíð.  Hún er bara 11 ára og spurði mig í dag hvort ég ætti peninga fyrir mat.  Ég fullvissaði hana um það að nægir peningar væru fyrir mat hjá okkur.  Svo sagði hún mér það að hún ætlaði að spara peninga fyrir mat, svo við ættum alltaf mat að borða.  Ég átti við hana viðtal í kvöld og fullvissaði ég hana um það að hér yrði ekki skortur á mat. 
mbl.is Taka undir tilmæli um hófstillta umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Það er bara ekkert skrítið þó börnin pæli í hlutunum eins og krepputalið en búið að glamra í eyrunum á okkur í marga daga,þau verða bara hrædd af þessu hamri daginn út og inn.Eigðu góða helgi....

Agnes Ólöf Thorarensen, 4.10.2008 kl. 10:37

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

blessuð börnin....fólk þarf að passa sig

Hólmdís Hjartardóttir, 4.10.2008 kl. 11:44

3 Smámynd: Einar Örn Einarsson

ÆÆ stelpuanginn.

Ekki nema von. Mér finnst fjölmiðlarnir og margir í bloggheimum vera komnir langt fram úr sér í þessari örvæntingu og vitleysu. Blessuð börnin taka þetta inn.

Einar Örn Einarsson, 4.10.2008 kl. 22:59

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Æ - sætt.  Mín var að verða 12 ára í gær og hún sagði "mamma mín, þú þarft ekkert að gefa mér afmælisgjöf núna af því að þú ert ein og allir eru blankir - pabbi gerir það bara.........."

Ég elska börn

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.10.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband